Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 99
TÚLKUN Á LÆKNAMÓTTÖKU
faldlega eitthvað í lyndiseinkunn beggja aðila sem erfitt er að festa hendur
á. Þegar læknir og sjúklingur hafa ekki sama móðurmál, hafa alist upp á
ólíkum menningarsvæðum og þurfa jafnvel að hafa samskipti fyrir milli-
göngu túlks, verða þessar samskiptahindranir og hætta á misskilningi enn
meiri. Samskiptin verða ónákvæmari og ýmis blæbrigði tungumálsins nýt-
ast ekki til tjáningar.
I slíku samtali á milli læknis og sjúklings getur það hæglega gerst að
sjúklingur játi öllu sem sagt er, segist skilja sjúkdómsvandann, af hverju
hann þurfi meðferð og samþykki hana. Síðar kemur í ljós að hann skildi
ekkert af því sem sagt var og fylgdi þar af leiðandi ekki meðferðinni.
Einnig er vel hugsanlegt að hann hafi skilið hvað hann átti að gera en ekki
tilganginn með meðferðinni eða hann treysti ekki lækninum. I tilvikum
þar sem sjúklingur hefur lítinn orðaforða á tungumáli læknisins, sem oft-
ast er notað til samskipta, getur vel gerst að hann hafi skilið hvað ffam fór
en hafi ekki getað tjáð vilja sinn og efasemdir. Vegna þess kennivalds sem
læknirinn hefur gjaman í samtali við sjúkling og þeirra aðstæðna sem sjúk-
hngur býr við í heilbrigðiskerfinu10 þarf iðulega mikið sjálfstraust og styrk
af sjúklingsins hálfu til að segja við lækni: „Eg skil þetta ekki“, eða „ég vil
þetta ekki“, þegar læknir ráðleggur meðferð. Til að útskýra þær aðstæður
sem hér em til umfjöllunar betur er ágætt að hugleiða dæmi af læknamót-
töku:
Búi er 18 ára. Elann talar einungis víetnömsku. Með er frænka
hans sem hefur verið búsett á Islandi í tíu ár og túlkar hún sam-
talið. Berklapróf sem Búi gekkst undir reyndist jákvætt, en
lungnamynd eðlileg og hann er hraustur. Hann er kominn til
Islands til að dvelja hjá frænku sinni og vinna. Hann hyggst
jafnvel setjast að á íslandi ef hann fær dvalar- og atvinnuleyfi.
Læknirinn útskýrir fyrir honum að jákvætt berklapróf sýni að
hann sé með berklasmit og þó hann sé ekki berklaveikur nú þá
séu u.þ.b. 10% líkur á að hann fái berklasjúkdóm í framtíðinni,
þar sem hann beri í sér berklabakteríuna. Læknirinn ráðleggur
fyrirbyggjandi lyfjameðferð í mu mánuði tdl að útrýma berkla-
bakteríunni úr líkamanum og þar með að eyða þessari hættu á
10 Sama rit, bls. 97-109; Sjá einnig Vilhjálmur Amason, „Sjálfræði og sjúkdómsvæð-
ing“, Sjúkdómsvæðing, ritstj. Ólafur Páll Jónsson og Andrea Ósk Jónsdóttir,
Reykjavík: Siðfræðistofnun og Háskóiaútgáfan, 2004, bls. 53-70.
97