Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Blaðsíða 101
TÚLKUN Á LÆKNAMÓTTÖKU
ustu. Ófagmenntaðir túlkar eiga það til að grípa inn í samtalið, svara fyrir
sjúklinginn og túlka ekki allt sem læknirinn segir. Jafnffamt getur komið
fyrir að sá sem túlkar breyti innihaldi ræðu læknisins og þá oft til að reyna
að útskýra betur hvað læknirinn sagði. Sá sem fylgir sjúklingnum reynir
jafnvel óafvitandi að taka yfir samtalið og breyta því úr túlkuðu samtali
læknis og sjúklings yfir í samtal þar sem læknir og fjölskyldumeðlimur
(eða sá eða sú sem túlkar) ræða saman um sjúkling. Eins og áður sagði er á
stundum ekki einu sinni fjölskyldumeðlimur til staðar heldur vinnufélagi
eða virmuveitandi sem túlkar. Spumingar læknisins geta verið nærgöngul-
ar og það er ekki ólíklegt að í slíkum tilvikum veigri sjúklingurinn sér við
að svara þeim af heiðarleika og einlægni. I þessum aðstæðum er virðingu
sjúklingsins ógnað. Það að njóta virðingar hjá öðrum felur meðal annars í
sér að vera þeim sýnilegur, fá athygli þeirra sem sjálfstæð manneskja með
eigin hugsarúr, langanir og þrár.12 Túlkurinn getur á hinn bóginn skyggt
svo mjög á sjúklinginn í læknisviðtalinu að sjúklingurinn, hugmyndir hans
og vilji, sem þó eiga að vera í lykilhlutverki, verða því sem næst ósýnileg.
Endurtekin ffamkoma af þessu tagi getur einnig haft áhrif á sjálfsvirðingu
sjúklings. I grein sinni „How to Lose Your Self-Respect“ fjallar Robin S.
Dillon um mikilvægi þess að einstaklingurinn geti tekið sjálfan sig alvar-
lega sem persónu og að í því felist að maður taki fulla ábyrgð á eigin mál-
um og hafi getu og tækifæri til að vera sjálffáða einstaklingur og gerandi í
eigin lífi.13 Þegar túlkurinn tekur yfir samtalið, talar fyrir sjúklingirm, þá
er einstaklingnum ekki gefið tækifæri til að koma eigin sjónarmiðum á
ffamfæri, vera fullgild persóna í samfélagi með öðrum persónum.14 Af
samskiptum við lækninn dregur sjúklingurinn þá ályktun að hans eigin
skoðanir á sínu eigin lífi skipti ekki máh. Þetta grefur undan sjálfsvirðing-
unni og er niðurlægjandi. Það virðingarleysi sem sjúklingnum er sýnt er
ekki einungis andsnúið hans eigin upphfun heldur brýtur það einnig í
bága við anda og markmið læknisstarfsins.15
Þegar samskipti læknis og innflytjanda eru ekld greiðari og betri en
þetta er hætt við að læknisþjónustan verði lakari en þeir njóta sem hafa
góð tök á máhnu, geta tekið fullan þátt í samtalinu og myndað sér skoðun
12 Sjá einnig umfjöllun um virðinguna: Vilhjálmur Amason, Siðfrœði lífs og dauða,
bls. 22.
11 Robin S. Dillon, „How to Lose Your Self-Respect“, American Philosophical Quarter-
ly 2/1992, bls. 125-139, hér bls. 131.
14 Sama rit, bls. 126.
15 Siðareglur Læknafélags Islands, júní 2006, 8.og 9. gr.
99