Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 104
ÁSTRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR
Menningarleg sýn á heymarlaust fólk felur í sér að viðurkenna
að táknmálstalandi fólk myndi sérstakt menningarsamfélag, sem
haldið er saman af táknmáli, í fjölmenningarlegu þjóðfélagi og
það auki á margbreytileika og ríkidæmi þjóðfélagsins.19
Að mínum dómi eru siðferðilegar kringumstæður í samfélagstúlkun og
táknmálstúlkun um margt svo líkar að gagnlegt er að bera þau svið saman.
I báðum tilvikum er um að ræða túlkun fyrir einstaklinga sem tálheyra
mermingarminnihlutahópi í samfélaginu. Einstaklingar úr hvorum hópi
fyrir sig eru því háðir túlki einungis vegna vangetu til tjáningar, en ættu að
öðru leyti að standa fyllilega jafnfætds öðrum einstaklingum. Eg tel því að
staða þeirra gagnvart túlknum sé sambærileg og þau grundvallar siðferðis-
gildi sem hér eru tdl umfjöllunar eigi jafht við.
Túlkunin
Til þess að túlka samtal tveggja aðila á viðunandi hátt er ekki nóg að hafa
góða kunnáttu í þeim tungumálum sem notuð eru í samtalinu. Tungu-
málakunnátta og þekking á menningu þeirra sem túlkað er fyrir er vissu-
lega nauðsynleg en ekki nægjanleg forsenda fyrir góðri túlkun. Túlkun er
í raun fagkunnátta sem byggist bæði á fræðilegri og verklegri kunnáttu,
sem og á dómgreind og reynslu túlksins. Mikilvægt er að túlkurinn viti
hvert hlutverk hans er og sé meðvitaður um að hann tilheyri fagstétt með
skýra sjálfsmynd. I samtali læknis og sjúklings sem fer frarn á tveimur
tungumálum er ávallt brýnt að hafa faglærða túlka sem eru óháðir sjúk-
lingnum og lækninum. Astæða þess að ég leyfi mér að koma með slíka
fullyrðingu er sú reynsla sem býr í sögu túlkunar. Vandinn sem upp kem-
ur þegar fjölskyldumeðlimir eða vinir túlka er vel þekktur. Þá skapast
gjarnan það ástand sem kennt er við „hugmyndafræði hjálparmannsins.“21
Þessi nálgun þykir ekki siðferðilega rétt nú á dögum þar sem hún gefur
túlknum of mikið vald yfir lífi þess sem túlkað er fyrir. Reynslan hefur sýnt
að það er óæskilegt að þölskyldumeðlimur eða vinnufélagi túlki og óásætt-
19 Sjá nánar um menningarlega sýn á heyrnarleysi: Valgerður Stefánsóttir, Mál-
samfélag heyrnarlausra, bls. 31-32.
20 Jan Humphrey, Bob Alcorn og Janice H. Humphrey, So You Want to Be an In-
terpreter: An Introduction to Sign Language Interpreting, Amarillo: H & H Publish-
ing Company, 2001, bls. 7.9-7.10.
21 Sama rit, bls. 8.3-8.4.
102