Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 105
TULKUN A LÆKNAMOTTOKU
anlegt er með öllu að láta böm túlka. Túlkun af því tagi sem hér um ræð-
ir er ekki á færi bama þótt þau búi yfir þekldngu á báðum tungumálum. Ef
böm túlka fyrir foreldra sína felur það þeim enn fremur í senn alltof mik-
ið vald og alltof mikla ábtngð á aðstæðunum. En í hverju felst þá fag-
mennska túlksins? Fyrir utan þekkingu á þeim tungumálum og menning-
arheimum sem túlkað er á milli er nauðsynlegt að þekkja í hverju hlut\rerk
túlksins felst. Uthstun á hlutverkinu má sjá í siðareglum túlka.22 Það sem
einkennir fagmenntaðan túlk er að hann blandar sér að jafnaði ekki inn í
samtahð og tekur ekki of mikla ábyrgð á því sem sagt er. Hann gerir sér
einnig skýra grein fyrir mikilvægi trúnaðar. Hann veit að samtafið færir
honum vimeskju í krafd þess að hann er túlkur en um leið að hann varðar
ekki um þær upplýsingar persónulega. Hann gerir sér því grein fyrir því
að hann á engan rétt á því að blanda sjálfum sér og skoðunum sínum inn í
samræðuna. Túlkurinn gerir sér ljóst að blandi hann sér persónulega inn í
samtalið færir hann athyglina frá sjúklingnum en gerir sjálfan sig að
þungamiðju þess. Hann er meðvitaður um þessa hættu og gætir þess að
taka ekki yfir samtalið í krafd yfirburðastöðu sinnar sem sá eini sem vald
hefur á báðum tungumálum.23
I túlkun getur komið upp staða sem kalla má 2:1 en þá þróast samtal
þannig að sjúklingur og túlkur tala saman án þess að túlka þær samræður
fyrir lækninn eða að læknir og túlkur tala saman án þess að túlka það sem
fram fer fyrir sjúklinginn. Báðir kostir eru slæmir og hindra eðlilegt sam-
band milh læknis og sjúkhngs. Sérstaklega ber þó að forðast að túlkur og
læknir tah saman við, hvað þá um, sjúklinginn, enda er þá mikil hætta á að
sjúklingurinn upphfi sig niðurlægðan og utanveltu í samtahnu.24 Það eitt
að vera sjúklingur setur mann í veikari stöðu en ella, ekki síst gagnvart
lækninum sem maður er háður um greiningu og meðferð. Túlkurinn ætti
að haga störfum sínum á þann veg að sjúklingurinn standi ekki enn hallari
fæti sökum þess að hann er innflytjandi sem hefur tungumál landsins ekki
Sjá reglur túlka Alþjóðahúss: http://www.ahus.is/is/t-lkar-og-endur-al-j-ah-ss-42.
html, Sótt 30. janúar 2008; Sjá einnig gildagrunn sænsku táknmálstúlkasamtak-
anna: http://www.Ho.se/templates/Page.aspx?id=12501, sótt 16. janúar 2008.
23 Sjá nánar í kaflanum „Principles of Professional Practice,, í Jan Humphrey, Bob
Alcom og Janice H. Humphrey, So You Want to Be an Interpreter, bls. 12.1—12.34.
24 I ritgerð Valgerðar Stefánsdóttur kemur fram að döff einstaklingar finna fyrir því
valdi sem fylgir íslenskunni þegar heyrandi fólk talar fyrir ffaman þá. Þeir lýsa því
að þegar þeir séu útilokaðir ffá umræðum og upplýsingum þá finrtist þeim þeir
vera lægra settir: Valgerður Stefánsdóttir, Málsamfélag heymarlausra, bls. 131.