Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Síða 116
BJÖRG HJARTARD ÓTTIR
um konum hafa haft áhrif á samtímaumræðu um múshma á Vesnu'lönd-
Það er óhætt að segja að eftir að við sáum Sally Field flýja ofbeldisfullan
eiginmann í myndinni Not without my daughteiA hafi flóðbylgja frásagna af
vestrænum konum í vanda í Austurlöndum skolhð á Vesturlandabúum
ásamt því sem sjálfsævisöguleg rit kvenna frá löndum múslima hafa náð
miklum vinsældum.4 5 A sama tíma hefur fjöldi heimildamynda og sjón-
varpsþátta um konur og íslam komið fyrir augu vestrænna áhorfenda, þar
sem fjallað er um mörg þeirra vandamála sem blasa við konum í löndum
þar sem íslam eru ráðandi trúarbrögð.6 7
I viðleimi okkar til þess að stjórna því margbrotna samfélagi sem við
búum í er oft notast við staðalmyndir til þess að undirstrika ógn þess
„annarleika“ sem talinn er grafa undan meintri menningarlegri einsleitni
samfélaga á Vesturlöndum. Eins og Horni Bhabha bendir á er staðalmjmd
ekki fölsk birtingarmynd af raunveruleikanum heldur einföldun á honum
þar sem hún afneitar mismun og margbreytileika.' Birtingarmynd er í
smtm máli tungumál, tákn og ímyndir sem við nomm til þess að tjá öðru
fólki eitthvað sem hefur með raunveruleikann að gera, hún gerir okkur
kleift að vísa í veruleikann, fólk eða viðburði. Staðalmyndir leggja oft gmnn
4 Not Without My Daughter, Brian Gilbert, USA: GG Studios, 1991. Myndin er
unnin úr sögu Betty Mahmoody og er hún byggð á raunverulegum atburðum.
5 Nokkrar þessara frásagna hafa verið þýddar á íslensku: Jacqueline Pascarl, Vonin
deyr aldrei, þýð. Halla Sverrisdóttir, Reykjavík: JPV útgáfa, 2002; Mahka Oufldr,
Svipt frelsinu:Fangelsuð í eyðimörkinni t tuttugu ár, þýð. Guðrún Finnbogadóttir,
Reykjavík: JPV útgáfa, 2004; Souad, Brennd lifandi, þýð. Arni Snævarr, Reykjavík:
Vaka-Helgafell, 2004; Rania Al-Baz, Afskrœ?/íd, þýð. Auður S. Amalds, Reykjavík:
Stílbrot, 2006; Ayaan Hirsi Ali, Frjáls: Stórbrotin saga hugrakkrar konu, þýð. Árni
Snævarr, Reykjavík: Veröld, 2007.
6 Þar á meðal eru heimildarmyndir um konur í Afganistan eins og Beneath the Veil,
2001, Unholy War, 2001 og Lifting the Veil, 2007, sem hafa verið sýndar víða um
heim; breskir sjónvarpsþættir líkt og Islam Unveiled, 2004, sem fjalla um stöðu
kvenna í 6 ólíkum löndum, Tyrklandi, Iran, Egyptalandi, Pakistan, Nígeríu og
Malasíu og umræðuþættir á BBC World, eins og Doha Debates, þar sem nokkrir
þættir hafa tekið sérstaklega upp málefni kvenna, en í þætti þann 10. mars 2007
var sett ffam sú spurning hvort blæjan sem hylur andlit (nikab) væri að halda aftur
aðlögun múslima að samfélögum á Vesturlöndum.
7 Homi K Bhabha, „The Other Question: the Stereotype and Colonial Discourse",
Screen 24.6/1983, bls. 27.