Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Síða 118
BJÖRG HJARTARDÓTTIR
Kvenvæðing austursins
Orðræða samtímans um íslam einkennist að mörgn leyti af þ\’í sem Ed-
ward Said nefndi óríentalisma, en hann hefnr fjallað um sköpun vestrænn-
ar orðræðu um Austurlönd, sem andstæðu Vesturlanda, og greinir frá þtd
hvemig ímyndin um hið framandi austur, sem vestrænir fræðimenn, skáld
og stjórnvöld mótuðu í verkum sínum, hafi verið lykilþáttur í sjálfsmynd-
arsköpun Vesturlanda. Said heldur þ\d fram að átök austurs og vesturs í
samtímanum birtist í orðræðu sem byggð er á ttúhyggju araba og íslams
annars vegar, og hinu kristna vestri hins vegar. Ahugi vestursins á íslam
eigi sér langa sögu og á sama tíma og aukin andúð á Vesturlöndum ein-
kenni ákveðin svæði í arabaheiminum hafi aldagamall ótti vestrænna sam-
félaga, um að íslam ógni tilvist þeirra, að sumu lejti lifað til samthna okkar
í staðalmyndum sem tengja araba við ofbeldi og íslam við hryðjuverk.11
Að mati Saids beita Vesturlönd sömu staðalmyndunum og sömu klisj-
unum til að réttlæta valdbeitingu og landviimingamenn á nýlendutím-
anum gerðu og þess vegna sé spurning hvort heimsvaldastefnan (e. im-
perialism) hafi nokkru sinni liðið undir lok. 011 heimsveldi sögunnar hafi
notast við ákveðna orðræðu til að réttlæta tilvist sína, eins og þá að mark-
mið þeirra sé ekki valdbeiting heldur öllu heldm að upplýsa og mennta,
ásamt því að innleiða lög og reglu. Ein birtingarmynd þessarar orðræðu í
samtímanum eru samskipti vestrænna ríkja tdð Irak þar sem gömlum
valdakerfum er viðhaldið.1- Um leið og stórveldi Evrópu, h'kt og Bretland
og Frakkland, náðu valdi yfir landsvæðum notuðu þau áktæðna orðræðu
til þess að styðja við hugmyndir um að Vesturlandabúar væru friðsælir,
frjálslyndir rökhyggjumenn á meðan Austurlandabúar væru óhamdir og
ósiðmenntaðir. Fólk í nýlendunum var þannig ekki tahð hafa þróast líkt
og valdboðarar þeirra og reyndist þessi orðræða áhrifaríkt tæki til að við-
halda stórveldunum. Said heldur því fram að enn eimi eftir af orðræðu af
þessu tagi í samskiptum vestrænna ríkja við lönd á borð við Irak og Afg-
anistan og kallar hann eftir þekldngu á öðrum menningarkimum þar sem
byggt er á skilningi, samúð og ítarlegum rannsóknum, í stað sannfæringar
sem miði eimmgis að því að staðfesta eigin valdastöðu. Þannig sé hægt að
grafa undan ríkjandi hugmyndum um að þjóðir hinum megin á hnettinum
11 Edward W. Said, Orientalism, New York: Vintage Books, 1995, bls. 344 og 347.
12 Edward W. Said, „Orientalism (2003). Formáli að tuttugu og fimm ára
aftnælisútgáfunni“, Ritið 3/2006, bls. 153-170, hér bls.161-162.
iió