Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Síða 119
HANDAN STAÐALMYNDA
séu ekki eins og „við“ eða kunni ekki að meta gildi „okkar“ sem sé kjam-
inn í kennisetningum óríentalisma.
Líkt og Said hefur bent á vom Vesturlönd, í sköpun vestrænnar orð-
ræðu um Austurlönd, rökvís, karlleg og yfirskipuð andstæða hins til-
finningabundna, dularfalla, kvenlega og undirgefna austurs, og mótaði
þessi framsetning á veruleikanum sögu heimshlutanna tveggja. Kenningar
femíniskra fræðikvenna á stdði eftirlendufræða (e. postcolomalism) hafa tek-
ið hugmyndir hans lengra og skoðað hvemig kyngervi hefur löngum
leikið lykdhlutverk í því valdaspili sem á sér stað milli austurs og vesturs.
Með tilvísun til frásagna í máh og myndum hefur Anne McChntock bent
á að vitneskja um hinn óþekkta heim var oft sett fram í kynjuðu tungumáfi
þar sem heimurinn var kvængerður og boðinn fram fyrir karla til að skoða
og ná valdi yfir. Þegar Kólumbus sigldi um Karíbahafið í leit að Indlandi,
árið 1492, skrifaði hann heim og sagði frá því að menn til foma hefðu haft
rangt fyrir sér þegar þeir héldu því fram að jörðin væri hnöttótt. Þvert á
móti, sagði hann, væri hún sköpuð Hkt og kvenmannsbrjóst og á hátindi
hennar væri skagi sem óneitanlega líktist geirvörtu, og það væri einmitt
þangað sem ferð hans væri heitið.13 McChntock bendir enn ffemur á að
þegar emópskir landvinningamenn fóm yfir landamæri hins þekkta heims,
yfir í hinn ffamandi, hafi þeir kvengert landamærin og vom konur þannig
staðsettar á milli heimanna tveggja og skilgreindu hvar heimsveldið var og
hvar það var ekki. Kvenfígúrur vom til dæmis bundnar ffemst á skip þeirra,
sem vom auk þess oft nefnd kvenmannsnöfhum, og óþekkt landsvæði
vom kölluð meylendur (e. virgin lands). A vissan hátt urðu konur þannig
smættaðar niður í rýmið sem karlar notuðu til þess að heyja ormstur sínar
og sigra.14
I þessu kynjaða tungumáh spilar kynferði stórt hlutverk og þannig er
austrið myndhverfing tælandi og dularfullrar konu. I orðræðu evrópskra
landvinningamanna urðu fjarlæg lönd að því sem Anne McClintock nefnir
klámbeltið (e. pomo-tropics), eða staður þar sem þeir höfðu tækifæri til að
ffamkalla k\mferðislegan ótta sinn og fullnægja kynferðislegum löngun-
tom. Sem dæmi mótuðu hugmyndir um kynferðislega ofgnótt og afbrigði-
leika ímynd manna á 19. öld um Afríku og vom konur taldar fullkomið
13 Anne McClintock, Imperial Leather: Race, Gender and Sexuality in the Colonial con-
test, New York & London: Roudedge, 1995, bls. 21.
14 Sama rit, bls. 23-24 og 31.