Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 120
BJÖRG HJARTARDÓTTIR
tákn þeirrar spillingar sem þar átti að ríkja.15 Hugmyndir um k\-ennabúrið
sýna jafnframt hvernig vestrænar frásagnir voru uppteknar af kynferði
kvenna ffá fjarlægum homum heimsins en þær áttu þátt í að skapa fanta-
síur um Hf Henna innan þess, sem um leið gerði lítið til að auka skilning á
raunvemlegu lífi þeirra. Aðdráttarafl kvennabúrsins lá einnútt í því að það
var lokaður heimur, konumar vora taldar eign annarra og ekki var hægt að
svipta hulunni af lífi þehra nema í gegnrnn ímyndunaraflið.16 Mikilvægt
er þó að benda á að kvengerving austursins tók á sig ólika mynd eftir stað
og tíma. Hefðbundinn klæðnaður huldi, svo dæmi sé teldð, konur í Nor-
ður-Affíku og í Asíu, og því þurfti að afklæða þær til þess að hægt væri að
snúa þeim til siðmenningar, á meðan konur í suðurhluta Sahara þurftu að
klæðast til þess að tengjast siðmenningunni.
I orðræðum samtímans um íslam má sjá enn aðra birtingarmynd þess
að konur og hefðbundinn klæðnaður þeirra gegna ákveðnu hlutverki í
valdatafli austurs og vesturs. A Vesmrlöndum hefur það viðhorf fengið
sterkan hljómgrunn að frelsi múslimskra kvenna felist í því að þær losni
undan klafa hefðbundins klæðnaðar og það sé einn af þeim þámirn sem
geti snúið íslam og múslimum til siðmenningar. I augum margra kemur
nikab11, eða andlitsblæjan, í veg fyrir að múslimskar konur geti verið full-
gildir þátttakendur í samfélagi mannanna. Deilur hafa til dæmis sprottið
upp í Bretlandi á síðustu ámm um hvort notkun andlitsblæjunnar sé ein
vísbending þess að aðfluttir múslimar eigi oft erfitt með að aðlagast nú-
tímalegum lifhaðarháttum í bresku samfélagi. Þannig var kennara sem bar
nikab gert að segja upp starfi sínu með þeim rökum að blæjan hefði áhrif á
samskipti hennar við nemendur. Enn ff emur hafa umræður skapast í Hol-
landi um hvort hvort banna eigi þann klæðnað sem hylur andlit kvenna og
líkama þar sem hann geti ógnað öryggi þegnanna. Hugmyndir sem þessar
era þó ekki nýjar af nálinni heldur hafa þær lengi einkennt umræður um
íslam á Vesturlöndum og því er vert að skoða þær nánar.
15 Sama rit, bls. 22.
16 Sarah Graham-Brown, „The Seen, The Unseen and the Imagined: Private and
Public Lives“, Feminist Postcolonial Theory: A Readei; ritstj. Reina Lewis & Sara
Mills, NewYork: Routledge, 2003, bls. 502-519, hér bls. 502. Fjölmörg málverk
eru sem dæmi afsprengi þessa ímyndunarafls svo sem eins og mynd Delacroix
„Women of Algiers in their apartment“ ffá árinu 1834.
1' Nikab hylur andlit og háls íyrit utan augu.
n8