Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 121
HANDAN STAÐALMYNDA
Blæjan
Leila Ahmed hefur rannsakað hvemig blæjan hefur verið miðpunktur í
umræðu um arabíska menningu frá lokum 19. aldar og segir hana undir
miklnm áhrifum frá setu Breta í Egyptalandi. Ahmed færir rök fyrir því að
á þessum tíma hafi breskir femínistar og nýlenduherrar sameinast í að
þjóna nýlendustefnunni í baráttu sinni gegn karlveldi austursins, þar sem
því var haldið fram að íslam ýtti undir kúgun kvenna og að blæjan væri
tákn þessarar kúgunar og jafnframt ein af grunnforsendum þess að ís-
lömsk samfélög væru aftarlega á merinni. Einungis ef blæjunni væri varp-
að gætu samfélög múshma hafið ferð sína til siðmenningar. Fyrir trúboð-
ana, nýlenduherrana og vestrænu femínistana voru konur því lykillinn að
því að umbreyta samfélögum múshma en til þess þurftu þær að gefa eftir
trúna og hefðir henni tengdar. Ahmed bendir á að þessar hugmyndir hafi
ekki endilega hjálpað þeim kontun sem áttu undir högg að sækja en reynd-
ust ffemur nothæfar í póhtískum tilgangi til að réttlæta árásir á innfædda
og styðja þar með við yfirburði Evrópumanna.18
Hefðbundinn klæðnaður alsírskra kvenna, haik19, lék enn ffemur stórt
hlutverk í frelsisstríði Alsírbúa gegn franskri nýlendustjóm á árunum
1954-62 og hefur Frantz Fanon sýnt ffam á hvemig „haikinn“ varð mið-
lægur í þeirri ímynd sem Alsír hafði á þessum tíma á Vesturlöndum.
Frakkar vom alla tíð mjög uppteknir af hefðbundnum klæðnaði kvenna í
Alsír og sáu í honum ákveðna hindrun á stjóm þeirra á landinu. Líkt og
Bretar gerðu í Egyptalandi tók ffanska stjómin að sér það hlutverk að
vemda alsírsku konuna og taldi að ef hægt væri að bjarga henni undan
klafa „haiksins“ myndu Alsírbúar vera viljugri til að taka upp gildi og siði
Frakka, og þá gæti reynst auðveldara að ná valdi yfir landinu og fólkinu
sem þar byggi. Þrátt fyrir það vom alsírskar konur virkir þátttakendur í
baráttunni gegn valdi Frakka og í byltingunni bám þær skilaboð, vopn og
peninga á milh staða og klæddust vestrænum eða hefðbundnum klæðnaði
til skiptis eftir því sem við átti.20 Með þessu varð „haikinn“ að tákni upp-
reisnar sem átti þátt í að ffelsa landið og hefur klæðnaðurinn þanrdg þjóð-
emislega og póhtíska skírskotun.
1S Leila Ahmed, Women and Gender in Islam: Historical Roots ofa Modem Debate, New
York: Roudedge, 1992, bls. 151-152.
10 Haik er hvítur kirtill sem hylur líkamann allan fyrir utan augun.
20 Frantz Fanon, A Dying Colonialism, New York: Grove Press, 1965, bls. 36-43.