Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Síða 123
HANDAN STAÐALMYNDA
ótta, en um leið var hún ómótstæðilega tælandi.21 Að þessu leyti gemr
blæjan veitt konunni ákveðið vald þar sem hún veitir augnaráði vestræna
karlmannsins viðnám með því að hylja líkama sinn; konan getur þannig
séð án þess að horft sé á hana.
A síðustu árum hafa múslimskar konur á Vesturlöndum í auknum mæli
farið að nota blæju, höfuðklút eða nikab og fyrir margar í þeirra röðum
lýsir það endurvakningu og styrkingu sjálfsmyndar þeirra sem múslima.
Þannig hafa konumar lagt áherslu á að þetta sé þeirra eigið val sem veiti
þeim frelsi og sjálfstæði. Hefðbundinn klæðnaður þeirra, sem múshmar
telja almennt vera tákn um látleysi og hógværð, fær hér aukna, og ef til vill
mótsagnakennda, merkingu sem sýnilegt tákn sjálfstæðra kvenna sem
aðhyllast íslam. I Tfyrklandi gekk bann við notkun blæjunnar í háskólum
og opinberum byggingum í gildi árið 1998.22 Þetta varð til þess að hópur
kvenna, sem vom reknar úr háskólum fyrir það að hlýða ekki banninu,
myndaði baráttuhreyhngu fyrir því að fá að tjá trú sína á opinberum
vettvangi. Hugmyndir um að íslam og nútíminn séu ósamrýmanleg era
mjög algengar, líkt og trúarbrögðin og fylgjendur þeirra hafi ekki horfið
frá siðum og venjum miðalda, en Nilufer Göle bendir á að þessi hreyfing
sé nútímafyrirbæri, ekki hvarf til fortíðar, þar sem konurnar endurvekja
ákveðna hefð í nýjum aðstæðum. Þátttakendur í hreyfingunni era vel
menntaðar konur sem nota klæðnað sinn til þess að styrkja sjálfsmynd sína
en einnig til þess að sýna andstöðu gegn því valdi sem bannar þeim að
klæðast því sem þær vilja á opinberum stöðum.23
Blæjan, og annar hefðbundinn klæðnaður múslimskra kvenna, getur
vísað í margbreytilega reynslu þeirra kvenna sem hana bera og felur sú
staðalmynd sem gerir meðal annars ráð fyrir að hún sé klafi þeirra, og að
þær geti ekki verið sjálfstæðar persónur nema þær hafhi þeim klafa, í sér
einsleita sýn á íslam sem heldur lífi í gömlum klisjum sem hafa fengið á sig
náttúrulegan og eðlilegan blæ. Það er þó mikilvægt að falla ekki í þá gryfju
að líta á klæðnaðinn annaðhvort sem ffjálst val þeirra kvenna sem vilja
ffelsi ffá vestrænum venjum eða sem undirgefni við siði og hefðir mús-
22 Forsvarsmenn tveggja af stærstu flokkunum á tyrkneska þinginti, hins trúarlega
AKP-flokks og hins þjóðemissinnaða MHP-flokks, hafa þó lagt ffam tillögu um
að banninu verði aflétt og hefur því verið mótmælt af þeim sem vilja standa vörð
um aðskilnað ríkisvaldsins og trúarbragða í landinu.
23 Nilufer Göle, The Forbidden Modem: Civilization and Veiling, Ann Arbor: Uni-
versity ofMichigan Press, 1996, bls. 133 og 135.
121