Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 124
BJÖRG HJARTARDÓTTIR
lima. Miklu fremux er notkun blæjunnar og annarra trúartákna mús-
limskra kvenna ávallt háð staðbundnum, sögulegum aðstæðum þeirra og
ekki hægt að útiloka að aðrir þættir hafi þar áhrif.
Orlög Xaiminu
Ein af þeim ktúkmyndum sem komið hafa fyrir augu vestrænna áhorfenda
og fjalla um vandamál kvenna í löndum þar sem íslam eru ráðandi
trúarbrögð, er heimildamyndin Beneath the Veil ffá árinu 2001 sem fjallar
um þau áhrif sem stjóm Talíbana hafði á líf kvenna í Afganistan.24 Upp-
hafssena myndarinnar er tekin á falda mjmdavél á íþróttaleik\ranginum í
Kabúl sem breytt hafði verið í aftökustað á þessum tíma. Það sem fram fer
er sýnt hægt, þrjár konur sitja aftan á pallbíl og fólkið á áhorfenda-
bekkjunum hrópar til þeirra. Við sjáum hvemig karlmaður dregur eina af
konunum út úr hópnum, hún er látin krjúpa og skotvopni er beint að
höfði hennar. Aður en aftakan á sér stað hefst kynningarstef mjmdarinnar.
Myndin var ffumsýnd í Bretlandi í júní 2001 og í kjölfar atburðanna
11. september og innrásar Bandaríkjanna í Afganistan í október, fékk
myndin mikla dreifingu og hefur verið sýnd í yfir 40 löndum, þar á meðal
á Islandi. Andlit heimildamyndarinnar út á við er fféttakonan Saira Shah,
sem sjálf er af afgönskum uppruna, og var upplýst markmið með gerð
hennar að afhjúpa og opinbera sannleikann um þær hræðilegu aðstæður
sem vora í Afganistan á þessum tíma. Eins og Linda U'illiams bendir á er
ekki æskilegt að flokka heimildamyndir sem skáldskap, eins og oft er gert,
þar sem þær hafa sérstakt samband við raunveruleikann eða þann sann-
leika sem skiptir máli í lífi fólks. Þessi sannleikur er þó mótaður fremur en
gagnsær þar sem heimildamyndir notast við ákveðið ffásagnarform og
framsetningu til þess að ná fram markmiðum myndanna; þannig em þær
ekki einföld afhjúpun á raunverulegum atburðmn.2"’ I Beneath the Veil er
einmitt notast við spennu og dramatík til þess að gefa ákveðna mynd af
þeim framandi og einangraða heimi sem Afganistan var á þessmn tíma.
Notkun á dramatískri tónlist, Ijósi og földum myndavélum skapar ákveðna
24 Beneath the Veil, Saira Shah og Cassian Harrison. London: Hardcash Productions,
2001.
25 Linda Williams, .JVhrrors Without Memory: Truth, History, and the New
Documentary", Film Quarterly, 46,3/1993, bls. 9-21, hér bls. 14 og 20.
122