Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Blaðsíða 125
HANDAN STAÐALMYNDA
spennu í framsetningunni og notast myndin einnig við hetjur og skúrka
sem skapar tilfinningaleg áhrif. Konumar í RAWA, Revolutionary Associa-
tion ofthe Women of Afganistan, gegna mikilvægu hlutverki í myndinni en
vegna ógnarstjómar Talíbana verða þær að fara huldu höfði og koma aldrei
fram undir nafni. Það vom þær sem tóku myndbrotið á leikvanginum.
Eins og Aíichael Renov bendir á em heimildamyndir ekki bara upp-
lýsandi og hafa þannig ekki einungis áhrif á rökvísi áhorfandans heldur
einnig á þrá hans fyrir spennu og hryiling.26 Það er einmitt með upp-
hafsatriði myndarinnar, og fleirum sem konumar í RAWA tóku, sem mynd-
in nær hámarki í lýsingum sínum á þeirri ógn sem stjóm Talíbana hafði á
líf kvenna. Myndbrotið af konunni sem bíður aftöku spilar stóra rullu í
þeirri spermu sem sköpuð er í myndinni og er það endurtekið nokkrum
sinnum. Þannig era þær aðstæður sem það sýnir því margfaldaðar, en að
lokum fær áhorfandinn að sjá þegar konan er skotin í höfuðið. Þetta
ákveðna myndbrot, af ónafngreindri konu í hræðilegum aðstæðum, varð
að kennimerki Beneath the Veil og í kjölfar frumsýningar myndarinnar fékk
það gríðarlega dreifingu á netinu. Ásamt öðrum myndum af afgönskum
konum í búrkum varð myndin af aftöku þessarar konu ekki aðeins að
ákveðnu tákni fyrir þá kúgun sem afganskar konur reyndu á eigin skinni
undir stjóm Talíbana, heldur urðu myndir eins þessar, þegar hryðju-
verkastríðið hófst, að sýnilegum táknum fyrir ósýnilegan óvin sem ógnaði
ekki bara „okkur“ heldur siðmenningunni í heild. Konan sem tekin var af
Hfi er aldrei nafitgreind í myndinni, saga hennar er aldrei sögð og það má
segja að á einn eða annan hátt hafi notkun myndbrotsins átt þátt í því að
staðfesta staðalmyndir og khsjur af múshmskum konum sem fómarlömb
íslam og þeirra karla sem þá trú aðhyllast. Það kom svo síðar í ljós að
konan hét Zarmina, hún var 35 ára móðir sjö bama og hafði barið eigin-
mann sinn tál bana í svefni með hamri.
Eins og margir fræðimenn hafa bent á tónuðu viðbrögð Vesturlanda
við hryðjuverkaárásunum 11. september við það sem Said kallaði óríental-
isma. Hlutverk fjölmiðla var þar mjög mikilvægt og eins og dæmið um
myndbrotið hér að ofan sýnir vom málefni kvenna miðlæg í umræðum
um íslam. Herferðir eins og „Stop Gender Apartheid in Afganistan“, á
vegum samtaka sem kalla sig Feminist Majority, vom tvíefldar og gerðar út
26 Michael Renov, The Subject ofDocumentary, Minneapolis & London: University of
Minnesota Press, 2004, bls. 96.
I23