Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 126
BJÖRG HJARTARDÓTTIR
til að bæta bág kjör afganskra kvenna. Herferðin vakti mikla athygb og
fékk hún stuðning valdamikilla aðila í Bandaríkjunum, svo sem eins og
Lauru og Barböru Bush, auk kvikmyndastjama í Hollywood. Eins og
Miriam Cooke hefur gagnrýnt þá var hugtakið „björgun“ lykilhugtak í
þessari tdlteknu herferð; „við“ vorum þar til þess að „ffelsa“ Afgani ffá
Talíböntun, með þeim bónus að „firelsa“ afganskar konux, enda það talin
skylda hins siðmenntaða heims.2, A haustdögum árið 2001 hélt Laura
Bush ræðu í útvarpi þar sem hún sagði meðal annars: „Siðmenntað fólk
um allan heim tjáir hrylling sinn með orðum, ekld aðeins af því að hjarta
okkar er með konum og bömum í Afganistan heldur af því að í Afganistan
birtist okkur heimur sem hryðjuverkamenn Hlja þvinga upp á okkur.“28
Sú orðræða sem einkenndi þessa herferð kristallaðist í ímynd búrka-
klæddu konunnar í Afganistan og var mjmdbrotið af aftöku Zarminu not-
að til að ná fram markmiðum hennar. Saba Mahmood hefur gagruýnt
hvernig umræður um stöðu kvenna í Afganistan í herferðinni fóm oftar en
ekki að snúast um búrkuna líkt og hún ein varpaði ljósi á erfiðar aðstæður
þeirra. A sama tíma var herferðin þögul um þátt Bandaríkjanna í að skapa
þær aðstæður sem afganskar konur bjuggu við.29 Efrir að stríðinu lauk var
ljóst að herferðir af þessu tagi skiluðu ekki miklum árangri og kvenna-
samtök í Afganistan, eins og RAWA30, hafa bent á að staða kvenna í kjöl-
farið hafi ekki tekið þeim breytingum sem vonast var efrir þar sem einni
ógnarstjórninni hafi verið skipt út fyrir aðra og öryggi kvenna ekki auk-
ist.31 Herferðin minnir óneitanlega á hvernig Bretar og Frakkar nomðu
blæjuna og „haikinn“ sem stjórntæki í nýlendum sínum og styður hún rfð
ráðandi orðræðu um íslam á Vesturlöndum sem byggð er á tvíhyggju
„þeirra“ og „okkar“. Þannig fæli afhjúpun á líkama kvennanna ekki ein-
2' Miriam Cooke, „Saring Brown Women“, Signs: Joumal ofWomen in Culture and
Sodety, 28.1/2002, bls. 468-470, hér bls. 470.
28 Mín þýðing: Saba Mahmood, Princeton: Princeton University Press, 2005, bls.
197. „Civilized people throughout the world are speaking out in horror not only
because our hearts break for the women and children in Afghanistan, but also
because in Afghanistan we see the world the terrorists would like to impose on the
restofus."29 Charles Hirschkind & Saba Mahmood, „Feminism, the Taliban
and the Politics of Counterinsurgency“, sjá vnvw.fanthom.com/feature/190136,
University of Chicago, 2002.
30 Sjá www.rawa.org
31 Saba Mahmood, Tbe Politics ofPiety, bls. 197. Mahmood vísar í skýrslur Amnesty
International, 2003, og Human Rights Watch, 2002.
I24