Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 127
HANDAN STAÐALMYNDA
imgis í sér „írelsun“ þeirra heldur kæmumst „við“ nær þeim „kjama“ hjá
múshmum sem ógnaði tilvist Vesturlanda. Enn fremur má segja að sú
ímyndasköpun sem á sér þama stað hafi ekki einungis styrkt valdastöðu
Bandaríkjanna og Vesturlanda heldur átt þátt í því að viðhalda staðal-
mjmdum af múshmskum konum sem fómarlömbum. Staðsettri umræðu
um líf afganskra kvenna var varpað fyrir þá einingu sem þurfri í póhtískri
umræðu um Afganistan og í gegnum ákveðið ímyndaflóð var reynsla
þeirra heimfærð yfir á allar konur sem aðhylltust íslam, óháð því sögulega
og félagslega umhverfi sem þær bjuggu við.
Niðurstaða
I þessari grein hefur verið dregin upp mynd af því hvemig konur em
miðlægar í umræðu um átök menningarheima í samtíma okkar. Umfjöllun
um stöðu múshmskra kvenna einkennist oft af því að undirokun þeirra er
talin skipa stóran sess í trúarlífi og samfélagi músfima, og fer umræðan oft
að snúast um hefðbundinn klæðnað þeirra sem sé tákn um kúgun og
undirgefni. I þessu felst einsleit sýn á íslam og til að mynda nokkurs konar
mótvægi við hana er því hér haldið fram að blæjan, nikab og önnur trúar-
tákn múshmskra kvenna hafi ekki einhliða merkingu heldur byggist notk-
un þeirra á margbreytilegri reynslu þeirra kvenna sem þau bera. Með því
að hafiia þeim rökum að blæjan sé annaðhvort tákn um frelsi kvenna og
sjálfstæði, eða tákn um undirgefni, er fremur gengið út frá því að notkun
hennar sé ávallt háð staðbundnum, sögulegum aðstæðum kvenna og ekki
hægt að útiloka að aðrir þættir hafi þar áhrif.
Efrir 11. september áttu myndir af afgönskum konum í búrkum, líkt og
myndbrotið af örlögum Zarminu, þátt í að viðhalda ákveðinni staðalmynd
af múslimskum konum sem fómarlömbum íslam og þeirra karla sem þá
trú aðhyllast. Þó að aðstæður afganskra kvenna hafi verið, og séu enn,
mjög erfiðar má segja að sköpuð hafi verið út ffá þerrn ákveðin „frum-
gerð“ af múshmskri konu sem heimfæra átti á þær allar, óháð stað og
stund. Þessi staðalmynd átri enn fremur þátt í að gefa orðræðu óríental-
isma vald með því að framandgera músfima enn frekar en í henni var hið
viðtekna skilgreint og stigskipun „okkar“ og „þeirra“ viðhaldið. Sjónum
var þannig ekki beint að ráðandi menningu, svo sem eins og í Banda-
ríkjunum, þar sem kristin bókstafstrú hefur haft mikil áhrif á líf minni-
hlutahópa með endurvakningu á íhaldsömum hugmyndum um fjölskyldu-
gildi sem ratað hafa til æðstu stjómenda landsins. An þess að neita eigi
I25