Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 145
AUÐMURINN MIKLI
hxmgurverkföll á síðasta ári [2003] meðal irmflytjenda, sem haldið var í
eyðimerkurvítum á borð við Woomera í Suður-Astralíu, beitti Howard
sjóhemum til þess að fanga skip fyrir utan landhelgi Astrahu og girti
flóttamenn af í enn hryllilegri búðum á Nauru og hinni malaríuhrjáðu
Manus-eyju við strendur Papúu Nýju-Gíneu. Samkvæmt dagblaðinu The
Guardian hefur Blair sýnt áhuga á því að beita breska sjóhemum við að
halda aftur af flóttamönnum og smyglurum við Miðjarðarhaf, og flug-
hemum til þess að senda innflytjendur aftur til síns heima.
Landamæraeftirht hefur færst út fyrir strendumar, en hefur samhflða
því flust nær heimilunum. Ibúar Suðvestur-Bandaríkjanna hafa um langa
hríð þurft að þola miklar umferðarteppur sem rekja má til efrirhts við
„seinni landamærin", langt frá landamærunum sjálfum. Efrirhtsaðgerðir
lögreglu verða sífellt algengari innan Evrópusambandsríkjanna. Fyrir vik-
ið em mörkin milli innflytjendaefrirhts, landamæraefrirhts, löggæslu og
stríðsins gegn hryðjuverkum óðum að hverfa. Aðgerðasinnar á vegum
„Noborders” hafa lengi varað við því að orvveflsku gagnakerfunum, sem
nú era notuð til þess að hafa uppi á ólöglegum innflytjendum, verði beitt
gegn samtökum sem berjast gegn hnattvæðingu heima fyrir.
Verkalýðsfélög og hagsmunasamtök fólks af rómönskum uppruna í
Bandaríkjunum horfa með hryflingi til þeirrar tillögu Repúbflkanaflokks-
ins að þjálfa aflt að milljón lögreglumenn og fógeta til að sinna landa-
mæragæslu. Bandaríska þingið hefur þegar samþykkt sflkar áætlanir til
reynslu í Alabama og Flórída. Sveitarfélög í Kaflfomíu, Pennsylvaníu og
suðurríkjunum em við það að láta undan þrýstingi ffá Minutemen og öðr-
um samtökum heimamanna um að setja lög sem banna fólki sem ekki er í
fösm starfi að leita efrir vinnu fyrir utan verslanir og banna jafnvel húseig-
endum að leigja húsnæði nema leigutakinn geti sýnt fram á bandarískt rík-
isfang.
A meðan standa bandarísk löggæsluyfirvöld, bandaríski herinn og
bandaríska heimavamaráðuneytið að tæknibyltingu í landamæraefrirflti.
Skráningarkerfi í þágu þjóðaröryggis (National Security Entry-Exit Reg-
istration), sem John Ashcroft dómsmálaráðherra kynnti með miklum
lúðrablæstri, beitir lífkennum til þess að fylgjast með og bera kennsl á er-
lenda aðkomumenn. Ný stafræn skönnunarkerfi á flugvöflum, í höfnum
og við landamærin munu vinna úr sömu lífkennunum til þess að fylgjast
með og safna gögnum um erlenda einstakflnga. Svæðið kringum San
Diego-Tíjúana er orðið að tilraunastofu fyrir Miðstöð landamærarann-
M3