Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 149
James Clifford
Tvíheimar
Skrif mannfræðingsins og sagnfræðingsins James Clifford um ferðalög, menn-
ingu og fólksflutninga hafa mótað umræðuna um þessi efhi í mannffæði, sagn-
fræði, menningarfræði, bókmenntafræði og eflaust víðar. Einkum og sér í lagi
á þetta við verk hans Routes: Travel and Translation in the Late Twentieth Cen-
tury sem út kom 1997 og hér birtist kafli úr.1 Clifford hefur rannsakað menn-
ingu hópa og þjóða í ljósi hugmynda um þjóðerni og alþjóðavæðingu, þá hef-
ur hann töluvert skrifað um hvernig hefðbundnar sjálfsmyndir hópa birtast í
heimi þar sem meðfram alþjóðavæðingunni spretta upp etnískar áherslur og
túrisminn breytir þjóðareinkennum í minjagripi.
Chfford hefur ekki síst átt þátt í því að hugtaldð diaspora, sem hér er þýtt
sem tvíheimar, hefur gengið í endurnýjun lífdaga og öðlast víðari skírskotun
en áður. Diaspora vísaði upphaflega til þess fólks sem Grikkir sendu á undan
sér til hemumdra svæða til að stjórna þeim og nýta sér gæði þeirra. Síðar átti
þetta svo við um tvístrun gyðinga víða um heim og hefur gjarnan verið notað
um þjóðir sem af einhverjum ástæðum hafa verið gerðar útlægar úr heima-
landi sínu, sest að í nýjum löndum, en dreymir um að snúa aftur til upp-
runalega heimalandsins, eins og t.d. Armena. Clifford notar þessa síðarnefhdu
skilgreiningu sem grunnviðmið en reynir jafhframt að átta sig á hvers konar
tvíheimar einkenna okkar tíma. Hann veltir því fýrir sér hvers konar reynslu
orðræðan sem tengist tvíheimunum lýsir og tjáir og ekki síður hvers konar
sjálfsmynd sprettur af þeirri reynslu. Hann beinir sjónum sérstaklega að hóp-
um sem kannski eru að einhverju leyti á skjön við viðteknar hugmyndir um
sjálfsmynd slíkra hópa og tekur dæmi af svörtum Bretum (sem líta afrískan
uppruna sinn öðrum augum en ráðandi hópur af sama uppruna, þ.e.a.s. afr-
ískir Bandaríkjamenn) og and-zíónískum gyðingum, þ.e.a.s. gyðingum sem
1 James Clifford, „Diaspora", Routes. Travel and Tratislation in the Late Twentieth
Century, Cambridge, Massachusetts: Harvard University Press, 1997, bls. 244—
279. Copyright © 1997 by the President and Fellows of Harvard Collage.
Ritið 2-3/2007, bls. 147-195.
147