Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 151
TVIHEIMAR
ismans. Þótt þessir þættir skilgreini birtingarmyndimar og þvingi fara þær
einnig út fyrir þá og gagnrýna; gamlir og nýir tvíheimar em efniviður f}nir
verðandi/komandi „eftirlendusteffmr“. I þessari ritgerð er sjónum beint
að nýlegum ffamserningum á tvíheimahyggju í svörtu Bretlandi samtím-
ans og meðal and-zíonískra gyðinga; leit að aðferðum fyrir samfélagið,
póhtík og menningarmun sem hafna útilokun.
Nokkur varnaðarorð em þó við hæfi í upphafi. Styrkleikar og veikleik-
ar þessarar ritgerðar em þeir sömu og yfirlitskönnunar: sjá má í toppana á
mörgum ísjökum. Auk þess er reynt að kortleggja landslagið og skilgreina
hvað er í húfi í tvíheimaffæðum á pólemískan og stundum útópískan hátt.
I textanum verður stundum skrið milh vísana til tvíheimafræða, tvíheima-
orðræðna og dæma um ákveðna sögulega tvíheimareynslu. Þetta er að
sjálfsögðu ekki jafhgilt. En þegar til kastanna kemur er ekki alltaf mögu-
legt að halda þessu skýrt aðgreindu, sérstaklega þegar verið er að ræða
(eins og ég geri hér) ákveðna tegund „kenningasmíðar" sem fléttast ætíð
saman við ákveðin landakort og sögur. Þótt reynt sé að ná samanburði
(vídd) í þessari ritgerð hefur hún vissa norður-ameríska slagsíðu. Til dæm-
is er stundum gert ráð fyrir fjölhyggjuríki sem byggt er á (misjöfhum
árangri) aðlögunarstefnu. Þótt þjóðríki verði alltaf að einhverju marki að
laga fjölbreytileikann að sér þarf það ekki endilega að vera eftir þessum
skilyrðum. Orð eins og „minnihlutahópur“, „innflytjandi“ og „þjóðernis-
einkenni“ hafa því greinilega staðbundinn svip fyrir suma lesendur, stað-
bundinn en þó þýðanlegan. Að þessu sinni kem ég inn á kynjaskekkju og
stéttamun í viðfangsefni mínu en þar þarf meiri rannsóknir til sem og á
öðrum flóknum sviðum tvíheimanna þar sem mig skortir sem stendur
kunnáttu eða næmi.
Rakin tvíheimaspor
Ódæll hópur lýsandi og túlkandi hugtaka ryðjast nú hvert um annað þvert
við að lýsa snertiflötum þjóða, menninga og landsvæða. Þetta eru hugtök
eins og „mæri“, „ferðir“, „tilurð kreóla“, „menningarblöndun“, „sam-
blendni“ og „tvíheimar“ (lauslegar „að vera tvíheima“). Mikilvæg ný tíma-
rit, eins og Public Culture og Diaspora (eða hið endurlífgaða Transition),
helga sig sögu og tilurð þverþjóðlegra menninga fyrr og nú. I formála
sínum sem ritstjóri að fyrsta hefti Diaspora skrifar Khachig Tölölian:
„Tvíheimasamfélög eru besta dæmið um samfélög á stund hins þver-
þjóðlega.“ En hann bætir við að tvíheimasamfélög verði ekki sett skör
z49