Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Qupperneq 155
TVIHEIMAR
af landi gestgjafans"; (4) sem líta á heimili forfeðranna sem þann stað sem
þeir muni snúa aftur til að lokum þegar rétti tíminn rerrnur upp; (5) sem
eru staðráðnir í að viðhalda heimalandinu og uppbyggingu þess, og (6)
meðvitund og samstaða þeirra sem hóps er „skilgreind á mikilvægan hátt
út frá“ þessu óslitna sambandi við ættjörðina.8 Þetta eru því meginein-
kenni tvíheima: saga um tvístrun, goðsagnir/minningar um ættjörðina, firr-
ing í landi gestgjafans (gestgjafinn ógestrisinn?), þrá efdr því að snúa heim
að lokum, stöðugur stuðningur við ættjörðina, og sameiginleg sjálfsmynd
sem er á mikilvægan hátt skilgreind út frá þessu sambandi.
„Ut ífá þessari skilgreiningu,“ segir Safran, „getum við sannarlega
talað um tvíheima Armena, Maghrebi-fólks, Tyrkja, Palestínumanna, Kúb-
verja, Grikkja og ef til vill Kínverja í dag og pólska tvíheima forðum þótt
enginn af þeim samsvari algerlega „ffummyndinni“ um tvíheima gyð-
inga“.9 Ef til vill tjá gæsalappirnar um „frummyndina“ hik, meðvitund um
þá hættu að smíða strax í upphafi þýðingarmikils samanburðarverkefnis
skilgreiningu sem tengir fyrirbærið tvíheima of náið einum hópi. Raunar
standast stórir hlutar hinnar sögulegu reynslu gyðinga ekki prófið sem
felst í síðustu þremur skilyrðum Safrans: sterk tengsl við ættjörð sem hald-
ið hefur svip sínum og þrá efdr raunverulegri heimkomu. Safran sjálfur
tekur fram að hugmyndin um „endurkomu“ hvað gyðinga varðar sé oft í
ætt við heimsslit eða útópíu; sýn sem er viðbragð við dystópíu nútíðarinnar.
Skilgreining hans veitir lítið svigrúm fyrir þá grundvallartvíbendni sem lýtur
að raunverulegri heimkomu og tengslum við land sem hefur að miklu leyti
einkennt tvíheimavitund gyðinga, allt frá tímum Biblíunnar. Gagnrýni and-
zíomskra gyðinga á að allt stefhi að endurkomu er einnig undanskilin.
(Þessar gildu „tvíheima“-athugasemdir verða ræddar hér á eftir).
Það er vissulega umdeilanlegt hvort heimsborgaralegt samfélag gyð-
inga við Aliðjarðarhafið (og Indíahaf) frá elleftu öld til þeirrar þrettándu,
hinn svokallaði „geniza heimur“, sem hinn mikilsvirti sagnffæðingur um
þverþjóðlega sögu, S. D. Goitein, hefur kortlagt, hafi fyrst og ffemst stað-
sett sig sem samfélag, eða samsafh samfélaga, út ffá tengslum við horfna
ættjörð.10 Þessi samfélagsheimur, sem teygði sig víða, var tengdur í
8 Sama rit, bls. 83-84.
9 Sama rit, bls. 84.
10 Solomon Dob Fritz Goitein, A Mediteranian Society: Thejewish Commnnities ofthe
Arab World as Poitrayed in the Docnments of the Cairo Geniza, sex bindi, Berkeley:
University of Califomia Press, 1967-1993.
15 3