Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 161
TVÍHEIMAR
um togstreitii milli endurkomu og frestunar: „trú landsins“/„trú bókar-
innar“ í gyðingdómi; eða fagurfræði „rótanna“/„klipp og mix“ í svartri sér-
menningu.
Tilvist tvíheima felur í sér togstreitu gagnvart mótun sjálfsmyndar
innfæddra hvað hagnýt atriði og stundum undirstöðuatriði varðar. I rit-
gerð eftir Daniel og Jonathan Boyarin, sem ég mun ræða hér á eftir, er sett
fram gagnrýni tvíheimasinna á framsetningu frumbyggja (,,náttúruleg“)
en ekki innfæddra (,,söguleg“). Þegar kröfur um „náttúrulega“ eða „upp-
runalega“ samsvörun við landið bætast við áform um landheimtu og
þvingunarvald útilokandi ríkis geta afleiðingarnar orðið ákaflega tvíbentar
og ofbeldisfullar, eins og í Israelsríki gyðinga. Rauunar eru kröfur tun
frumtengingu við „ættjörðina“ yfirleitt yfirsterkari ósamhljóða réttindum
og sögu annarra í landinu. Jafhvel fomar ættjarðir hafa sjaldan verið
hreinar eða alveg einangraðar. Það sem meira er: Hver em söguleg og/eða
innfædd réttindi þeirra sem em tiltölulega nýkomnir - indjána af fjórðu
kynslóð á Fídjieyjum, eða jafiivel Mexíkóa í suðvesturhluta Bandaríkjanna
frá sextándu öld? Hversu langan tírna tekur það að verða „innfæddur“?
Línur sem era of skarpt dregnar milli „uppmnalegra“ íbúa (sem komu
iðulega sjálfir í stað fyrri íbúa) og innflytjenda sem síðar koma fela í sér
hættu á að ekki sé tekið tillit til sögunnar. Hvað sem öllum þeim for-
sendum líður er ljóst að kröfur þær um póhtískt lögmæti af hendi fólks
sem hefur búið á landsvæði frá því fyrir daga söguritunar og þeirra sem
komu til landsins með gufubátum eða flugvélum verða byggðar á ákaflega
ólíkum gmndvelli.
Sögur tvíheima og frumbyggja, þrár farandfólks og innfæddra, geta
orðið vettvangur pófitískra átaka; skýrasta dæmið um það úr samtímanum
em Fídji-eyjar. En þau átök verða minna áberandi þegar, eins og oft er
raunin, kröfur hvorra um sig era í raun kröfur „minnihluta“-hópa gagn-
vart forræði ríkisins eða aðlögunarstefhu þess. Raunar skarast mikilvæg
svið hjá þessum hópum. Vandi „ættflokka“ við ákveðnar sögulegar kring-
umstæður er tvíheima. Sem dæmi má nefiia að þau bandalög sem þjóðir
fjórða heimsins em að mynda í dag bera ákveðin einkenni tvíheima, að svo
miklu leyti sem skilgreina má tvíheima sem dreift tengslanet þjóða sem
deila sameiginlegri sögulegri reynslu af sviptingu, brottflumingi, aðlögun
og svo framvegis. Slík bandalög gera áþekkt tilkall til að vera „hinir fyrstu"
í landinu og eiga sameiginlega sögu um mannfall og jaðarstöðu og eiga sér
iðulega draum um endurkomu til upprunalegs staðar í anda tvíheima-
H9