Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Qupperneq 162
JAMES CLIFFORD
samfélaga - til lands sem yfirleitt er tjáð í draumum um náttúnma, hið
guðlega, Móður jörð og forfeðurna.
Dreifðir ættflokkar, þeir sem s-vdptir hafa verið landi sínu eða verða að
yfirgefa rýrnuð verndarsvæði til að fá vinnu, geta átt „tvíheima“-sjálfs-
mynd. Að því leyti sem sérstök tilfinning þeirra um sjálfa sig beinist að
týndum eða framandi heimastað, sem skilgreindur er sem upprmialegur
(og þar með „fyrir utan“ þjóðríkið sem umkringir hann), getum tdð sagt
að lífi ættflokka samtímans fylgi tvíheimavídd. Raunar hefur viðurkenning
á þessari hlið verið mikilvæg í deilum rnn aðild að ættflokkum. Með hug-
takinu „ættflokkur“, sem þróaðist í lögum Bandaríkjanna til að greina
indjána með fasta bólfestu frá hættulegum farand-„flokkum“, er mikið
lagt upp úr átthagaböndum og rótgróinni búsetu. Þeir ættflokkar þar sem
of margir meðlimir búa langt ff á heimasvæðinu geta átt í erfiðleikmn með
að standa fast á pólitískri og/eða menningarlegri stöðu sinni. Svo var um
Mashpee-indjánana en þeim tókst ekki, árið 1978, að sýna fram á sam-
fellda stöðu sína sem „ættflokks“ fyrir rétti.19
Þegar þýðingarmikið verður að sýna fram á tilvist dreifðra þjóða kem-
ur tungumál tvíheimanna til leiks sem stund eða vídd í lífi ættflokksins.-0
Öll samfélög, einnig þau sem eiga sér einna staðbundnustu ræturnar,
halda uppi formlegum ferðaleiðum sem tengja meðlimi „heima“ og „heim-
an“. Við breyttar aðstæður í kjölfar fjölmiðlunar, alþjóðavæðingar, efdr-
lendustefnu og ný-nýlendustefnu eru ákveðnar leiðir valdar, lagðar upp á
nýtt og beint á nýjar brautir vegna innri og ytri hreyfiafla. Innan þess
fjölbreytilega litrófs sem birtingarmyndir tvíheimamenningar taka á sig í
samtímanum skera brottflutningar ættflokka og tengslanet þeirra sig úr.
Með tilkalli sínu til stöðu ffumbyggjanda og ákveðinnar veraldarhyggju,
19 James Clifford, The Predicament of Culture, Cambridge: Harvard University Press,
1988, bls. 277-346.
20 f bók sinni The Westem Abetiakis ofVermont, 1600-1800: Wat; Migi'ation, and the
Survival ofan Indian People, Norman: University of Oklahoma Press, 1990, færir
sagnfræðingurinn Colin Galloway rök fyrir því að Abenaki-indjánar hafi lifað af
sem þjóð í gegnum „tvíheima“. Grunneining hópsins var fjölskylduflokkurinn
sem ferðaðist stað úr stað, ekki þorpið sem slíkt. Vegna hertöku fluttu rnargir
flokkar Abenaki-indjána til Kanada og ýmissa staða um allan norðausturhluta
Bandaríkjanna á meðan sumir þraukuðu áffam í Vermont. Þegar svo mörg þorp
hurfu virtist utanaðkomendum að hópurinn hefði goldið algert afhroð. Ut ffá
sjónarhorni Galloways virðast tvíheimasamfélög eins og Mashpee-indjánarnir,
þar sem brottfluttir meðlimir nokkurra samfélaga á Cape Cod kornu saman, ekki
eins mikil frávik.
IÓO