Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 163
TVIHEIMAR
sem nær út fyrir þjóðamörk, geta nýjar gerðir ættflokka sneitt hjá and-
stæðtonni milli þess að vera rótgróinn og uppflosnaður - en sú andstæða er
grunmirinn í margri sýn á nútímavæðinguna sem óhjákvæmilega eyði-
leggingu ftumbyggjalegra tengsla vegna alþjóðlegra áhrifa. Ættflokkar
hafa auðvitað aldrei verið einfaldlega „staðbundnir“, þeir hafa alltaf átt sér
rætur og farvegi í ákveðnu landslagi, í tengslanetum innan svæðis og milli
svæða.21 Það sem gæti hins vegar verið sérstaklega nútímalegt eru vægðar-
lausar árásir á sjálfsstjórn innfæddra af hendi nýlenduafla, þverþjóðlegs
fjármagns og upprennandi þjóðríkja. Ef ættflokkar lifa af í dag er það
iðulega við lélegri, tilbúnar aðstæður á nýjum stað og hluti íbúanna býr í
borgum fjarri landsbyggðinni, tímabundið eða jafhvel til frambúðar. Eldri
birtingarmjmdir heimsborgarahyggju ættflokkanna (ferðavenjur, andleg
leit, viðskipti, könnunarleiðangrar, hernaður, hreyflng á vinnuafli, heim-
sóknir og póHtísk sambönd) fá við þær aðstæður viðbótareinkenni sem
eiga meira skylt við tvíheima (langtímadvöl fjarri heimalandi). Varanleiki
þessarar dvalar, tíðni endurkoma eða heimsókna til ættjarðarinnar og
hversu mikill aðskilnaðurinn er milh íbúa borga og landsbyggðar er mjög
breytilegur. En sérstaða tvíheima ættflokkanna, þessar sífellt mikilvægari
víddir samfélags þeirra, liggur í hversu mikil nálægðin er og tíðni sam-
skipta við þau samfélög sem búa á landsbyggðinni og gera tdlkall tdl stöðu
sem frumbyggjar.
Eg hef notað hugtakið „ættflokkur“ lauslega tál að tákna þjóðir sem
gera kröfu um sjálfsstjóm út frá náttúrulegri stöðu eða stöðu sem „fyrsta
þjóðin“. Þær eru staðsettar á frumbyggjaenda litrófsins yfir tengsl inn-
21 Nýlegur áhugi á hinni þverstæðukenndu mynd farandfitimbyggjam flækir bæði
málið og setur í sögulegt samhengi, en eyðir ekki spennunni milli ættflokka og
tvíheima og tdlkalls þeirra tdl lögmætds. Eg sækd hér í verk Teresiu Teaiwa sem
gefur góða innsýn í þetta. Hún rekur langa sögu ferðalaga eyjaskeggja Kyrra-
hafsins (og tengir venjum í samtímanum). Hreyfanleika þeirra má rekja eftdr
aldagömlum verslunarleiðum eins og „kulahringnum sem tengdi austurskaga
meginlands Nýju-Gíneu við Trobriand-eyjamar og Louisiade-eyjaklasann; eftir
sögufrægum sjóferðum milli Hawaí, Tahítí og Actearca/Nýja-Sjálands; stöðugum
flutningum og viðskdptum innan Fiji-Tonga- og Samoa-eyja þríhymingsins; og
hvemig íbúar Carolinia- og Mariana-eyja skiptust á siglingafræðiþekkingu. Þetta
era að sjálfsögðu aðeins nokkrar umferðaleiðir innan hverra sjálfsmynd eyja-
skeggja Kyrrahafsins kom fram sem bæði dýnamísk og sérstök - hvemig þeir
hugsuðu um mismun út frá samskiptum“ (Teresia Teaiwa, „Between Traveler and
Natdve: The Traveling Natdve as Performatdve/Informatdve Figure“, fýrirlestur
haldinn við Univerisity of Cahfomia Humanildes Research Instdtute á ráðstefh-
unni Minority Discorse II, Santa Craz, júní 1993, bls. 12).
iói