Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 164
JAMES CLIFFORD
fæddra: þjóða sem með djúpstæðum hætti „eiga heima“ á stað vegna sam-
felldrar búsetu yfir lengra tímabil. (Nákvæmlega hversu langan tíma það
tekur að verða innfæddur er alltaf pófitísk spuuming.) Menning ættflokka
er ekki tvíheima; tilfinning þeirra um rótfestu í landinu er einmitt það sem
tvíheimaþjóðir hafa misst. En eins og við höfum séð er andstæðan ætt-
flokkur-tvíheimar ekki algild. A sama hátt og önnur skilgreinandi mörk tví-
heimanna andspænis forræðisstefnu þjóðernishyggjunnar býr þessi and-
stæða yfir mótsagnakenndum venslum, þar á meðal líkindum og flóknum
mismun. A síðari hluta mttugustu aldar búa nær öll samfélög yfir tví-
heimavídd (stundir, úrræði, aðferðir, tjáning). Sum bera sterkari einkenni
tvíheima en önnur. Eg hef lagt til að ekki sé hægt að skilgreina „tvíheima“
með afgerandi hætti, hvort sem gripið er til nauðsynlegra skilyrða eða úti-
lokandi andstæðna þar sem annar liðurinn hefur það sem hinn skortir. En
hægt er að sjá fyrir sér lauslega samhangandi og sveigjanlegt safn við-
bragða við dvöl í kjölfar uppflosnunar. Ekki er hægt að sniðganga mikil-
vægi þeirra viðbragða.
Erindi tvíheimaorðræðna
Uppflosnaðar þjóðir sem finna (varðveita, endurlífga, finna upp) fyrir
tengslum við fyrri heimastað leita í auknum mæli í tungumál tvíheimanna.
Sú tilfinning fyrir tengslum verður að vera nógu sterk til að standa á móti
þeirri útþurrkun sem fylgir stöðlunarferlum gleymskunnar, samlögunar-
innar og fjarlægðarinnar. Margir minnihlutahópar, sem hafa ekki fundið
samsvörun við tvíheima á þennan hátt, vilja nú endurheimta tvíheimaupp-
runa sinn og sambönd. Hvert er mikilvægi orðræðu tvíheimanna, gjald-
gengi hennar og erindi við samtímann?
Samband við aðra þjóð, svæði, álfu eða heimssögulegt vald (eins og
íslam) gefur kröfum gegn áþján þjóðernisforræðis aukinn þunga. A sama
hátt og ættflokkar halda frarn sjálfsstjórn sinni teygir samsvörun við tví-
heima sig lengra en einungis til emískrar stöðu innan hins samsetta, frjáls-
lynda ríkis. Orðalagið „tvíheimasamfélag" ber með sér sterkari áherslu á
mismun en til dæmis orðalagið „etnískt hverfi“ sem notað er í tungumáli
þölhyggjulegrar þjóðernisstefnu. Sterkari áherslan, tilfinningin um að vera
„þjóð“ með sögulegar rætur og örlög fyrir utan tíma og rými gestgjafa-
þjóðarinnar, er ekki útilokunarstefna. (Fremur mætti segja að þrá eftir úti-
lokun sé aðeins ein smnd hennar). Hvernig svo sem löngun þeirra effir
heimslokum lýsir sér em tvíheimasamfélög „ekki komin til að vera“. I
162