Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Síða 165
TVÍHEIMAR
þeirri togstreitu sem þau reyna á sjálfum sér er reynslu af aðskilnaði og
sammnnun miðlað í menningu tvíheimasamfélaga, reynslu þess að lifa
hér og muna/þrá annan stað. Ef við hugsum um hina brottfluttu í næstum
hvaða stórborg sem er, hina þverþjóðlegu borgarhringiðu sem Ulf Hann-
erz hefur nýlega rannsakað,22 verður hlutverk menningarmiðlunar af
þessu tagi auðséð.
Tungumál tvíheima virðist nú vera að koma í staðinn fyrir, eða að
minnsta kosti bætast við, orðræðu minnihlutahópa.2 ’ Þverþjóðleg sam-
bönd sHta tvenndartengsl „minnihluta“-samfélaga við „meirihluta“-sam-
félög en slíkt ósjálfstæði mótar bæði aðlögunar- og andófsaðferðir þeirra
og gefur eldri málamiðlunarhugmyndum, eins og þeirri um „tvöfalda
vitund“ hjá W.E.B. Du Bois, áþreifanlegra rými og sögulegt inntak. Enn-
fremur er ekki hægt að leggja að jöfiuu tvíheimasamfélög og innflytj-
endasamfélög. Hin síðari má líta á sem tímabundinn vettvang fyrir hinar
klassísku þrjár kynslóðir sem þraukuðu af þá erfiðu umbreytingu sem
þurfti til að teljast vera af amerísku þjóðemi. En „innflytjanda“-ferhð gafst
Afríkubúum aldrei vel í nýja heiminum, hvorki þrælum né frjálsum mönn-
um, og hinir svokölluðu nýju innflytjendur, sem ekki eru af evrópskum
upprana og era litaðir, trafla á svipaðan hátt hina línulegu frásögn að-
lögunarinnar.24 Þótt þjóðernisuppruni og stétt ráði miklu um viðurkenn-
ingu og aðskilnað er meirihluta þessara nýju innflytjenda haldið í lægri
22 Ulf Hannerz, Cultural Camplexity: Studies in the Social Organization of Meaning,
New York: Columbia University Press, 1992.
23 Innan bandarísku akademíunnar hefur „orðræða minnihlutahópa“ verið skil-
greind ífæðilega sem andspymuaðferð (The Nature and Context ofMinority Dis-
course, ritstj- Abdul JanMohamed og David Lloyd, New York: Oxford University
Press, 1990). Hún er oft stofnanavædd með verkefnum sem skilgremd eru út ffá
kynþætti/þjóðemi. Þverþjóðleiki tvíheimanna flækir þá formgerð og ógnar henni,
einkum þegar „minnihlutahópar“ hafa skilgreint sig effir kynþáttabundnum leið-
um útilokunar eða þjóðemisstefiiu. I Bredandi hefur spennan milli sjálfsmynd-
artjáningar minnihlutahópa og tvíheimahópa komið frarn í öðra samhengi:
„minnihlutaorðræða" hefur að miklu leyti verið opinber orðræða.
24 Sjá einkum Towards a Transnational Perspective on Migration: Race, Class, Ethnicity,
and Nationalism Reconsidered, ritstj. Nina Glick Schiller, Linda Basch og Cristina
Blanc-Szanton, New York: New York Academy of Sciences, 1992, (New York
Academy of Sciences, 645.) Þótt aðgremingin milh eldri innflytjenda og nýrri,
evrópskra og ekki evrópskra, sé mikilvæg ættí ekki að gera of mikið úr henni.
Innflytjendur frá frlandi og frá Mið-, Suður- og Austur-Evrópu hafa orðið fyrir
kynþáttafordómum og andúð á gyðingum fyrirfinnst enn og iðulega undir niðri,
og er stundum sýnd afdráttarlaust. En almennt séð hafa evrópskir innflytjendur
með tímanum náð stöðu etnískra „hvítra“ íbúa í Ameríku fjölmenningarinnar.
163