Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Síða 171
TVIHEIMAR
konumar vinna sér inn eigin tekjur, þótt launin séu oft ekki mannsæm-
andi, getur komið íram nýr vettvangur fyrir tiltölulegt sjálfstæði og sjálfs-
stjóm. Líf kvenna í tvíheimaaðstæðum getur verið sársaukafullt á tvöfald-
an hátt - stríð við efnislegt og andlegt óöryggi útlegðarinnar, ásamt því að
sinna skyldum þölskylduhfsins og vinnu og uppfylla kröfur eldri og nýrri
feðravelda. En þrátt fyrir þessa erfiðleika hafna þær ef til vill möguleik-
anum á endurkomu ef hún býðst, einkum þegar skilmálamir em settir af
karlmönnum.
Á sama tíma era konur tvíheimanna áfram tengdar „heima“-menningu
sinni og hefð og þiggja vald ífá henni - efdr eigin höfði. Grundvallargildi
varðandi siðgæði og trú, tal og félagsmynstur sem og reglur varðandi mat,
líkama og klæðnað, em varðveitt og aðlöguð með hjálp óslitinna sam-
bandsneta fyrir utan aðflutningslandið. En á sama hátt og Maxine Hong
Kingston, sem endurheimtir goðsögnina um bardagagyðjuna úr öllum
þeim sögtun sem bámst henni frá Kína,36 viðhalda konumar tvíheima-
böndunum og tengja á ný á gagnrýninn hátt, nýta þau sem aðferðir við að
halda velli í nýju samhengi. Og á sama hátt og Barbados-konumar, sem
Paule Marshall dregur upp mynd af í bók sinni Brorœn Girl, Brawnstones, -
sem strita við að búa sér heimili í New York um leið og þær tileinka sér
visst „fálæti“ gagnvart „þessu landi karlmannsins“3' - eru konur tvíheim-
anna fangaðar milh feðravelda, óvissrar fortíðar og ffamtíðar. Þær tengja
og aftengja, gleyma og minnast, efdr flóknum, úthugsuðum hætti.38 Sú
reynsla sem þær upphfa felur því í sér sársaukafulla erfiðleika við að miðla
milh ósamhljóða heima. „Samfélagið“ getur verið vettvangur stuðnings
og kúgunar. Tvær tilvitnanir í Rahila Gupta gefa innsýn í aðstæður suður-
asískrar konu („svartan Breta“):
36 Maxine Hong Kingston, The Woman Warrior: Memoirs of a Girlhood among Ghosts,
New York: Knopf, 1976.
37 Paule Marshall, Brorwn Girl, Brarumstomes, New York: Feminist Press, 1981.
38 Að sjálfsögðu velja karlmenn einnig úr og viðhafa úthugsaðar aðferðir, innan
sinna takmarkana og forréttinda. Munurinn milh kynjaðra tvíheimaaðstæðna hef-
ur úrshtaþýðingu í því samanburðarsjónarmiði sem er að koma upp á yfirborðið.
Rannsókn Ganguly á minningum karla og kvenna í suður-asískum tvíheimum í
Bandaríkjunum er th fyrirmyndar í þessum efnum (Keya Ganguly, „Migrant
Identities: Personal Memory and the construction of Selfhood“, Cnltural Studies
6,1/1992, bls. 27-50). Rannsókn Bottomley á fólksflutningum ffá Grikklandi sem
menningarlegu ferh er framúrskarandi umfjöllun um tjáningu kynja og stétta
(Gihian Bottomley, From Another Place: Migration and the Politics ofCulture, Cam-
bridge: Cambridge University Press, 1992).
169