Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Side 175
TVIHEIMAR
tugnum, í kjölfar þess að þessar hugsjónir voru á undanhaldi, færir hann
hina „svörtu“ menningarhefð á ný til sögulegs afmiðjaðs eða fjölmiðjaðs
Atlantshafssvæðis. I framhaldi slítur hann írumtengsl svörtu Ameríku við
Afríku og kynnir tdl sögunnar þriðju viðmiðunarreynsluna: fólksfluminga
og endur-landnám svartra breskra íbúa á þeim tíma þegar nýlenduveldi
Evrópu fór hnignandi.
Nýtt rit Gilroys, sem er snilldarlega rökfært og ögrandi, The Black At-
lantic: Modemity and Double Consciousness, sýnir af sögulegri dýpt fjöl-
breytta svarta tvíheimamenningu sem ekki er hægt að smætta í neina hefð
sem byggist á þjóðerni eða uppruna. Þessi kortlagning/frásögn semr í for-
grunn sögu ferða yfir landamæri, fólksfluminga, könnunarleiðangra, gagn-
virk samskipti og ferðalög - bæði þvinguð og af farin af fúsum og frjálsum
vilja. I bókinni The Black Atlantic, sem er safn tengdra ritgerða um sögu
svartrar hugsunar, greinir Gilroy kanónu-höfundana upp á nýtt út frá
sjónarhorni þvert yfir úthafið og semr spurningarmerki við hvernig þeir
hafa sett mark sitt á hefð sem skilgreind er út frá uppruna eða kynþætti.
Þetta á við Du Bois í Þýskalandi; Frederick Douglass, sem var þéttari á
skipi og þátttakandi í stjórnmálastarfi sjófarenda og Richard Wright í
París, sem tengdist and-nýlenduhreyfingunni Présence Afficaine. Þver-
þjóðleg menningarsköpun tónlistarfólks fær einnig mikla umfjöllun, allt
frá Fisk University Jubilee Singers að reggítónlist, hip-hoppi og rappi
samtímans. Gilroy er gagntekinn af skipum, grammófónplörnm, hljóð-
kerfum og allri þeirri tækni sem þverar menningarform og kemur menn-
ingunni til skila á nýjan stað. Þær tvíheimamenningar sem hann kort-
leggur era á allan hátt nútímalegar - á annan hátt.4'"
Gihoy eltir uppi vínylplömr á flakki sem hafa verið skratsaðar og
döbbaðar á heimaslóðum. En hann finnur rætur tónlistarinnar - eða far-
vegi hennar - í víðtækari sögu Atlantshafsins, þrúgaðri og þvermenn-
ingarlegri. Hann byggir á nýlegri sögulegri rannsókn Peters Einebaughs
og Marcusar Redikers þar sem þeir afhjúpa róttæka og fjölkynþáttalega
pólitíska menningu sem spannar Atlantshafið á 18. öld,46 og í greinargerð
sinni dregur Gilroy í efa „þjóðleg, þjóðernisleg, og þjóðfræðileg einræðis-
45 Paul Gilroy, Tbe Black Atlantic: Modemity and Double Consáousness, Cambridge:
Harvard University Press, 1993.
46 Peter Linebaugh og Marcus Rediker, „The Many-Headed Hydra: Sailors, Slaves,
and the Atlantic Working Class in the Eighteenth Century", Journal ofHistorical
Soáology 3,3/1990, bls. 225-252.
U3