Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Síða 177
TVIHEIMAR
fjTStu köflunum þar sem sýnt er ffarn á orðræðuvald og pólitískt vald
formgerða rasismans í Bretlandi eftirstríðsáranna. Einhverja mynd þess-
arar útópísku/dystópísku togstreitu er að finna í öllum tvíheimamenn-
ingum.50 Upphaf þeirra hggur í uppflosnun og missi. Þær þekkja útlegð-
ina, berskjaldaðan ótta „utangarðsmannsins" - við lögreglu, morðóðan
múg og útrýmingu. A sama tíma vinna þær að því að varðveita samfélag,
viðhalda sérvöldum hefðtun og endurvekja þær, „sérsníða“ og búa til sínar
„útgáfur“ af þeim við nýjar, sundurleitar og oft átakafullar aðstæður.
Reynsla af óstöðugleika, missi og endurteknum ótta skapar tímalög
sem stangast á - brotnar sögur sem setja Hnulegar, framfaramiðaðar frá-
sagnir þjóðríkja og hnattrænnar nútímavæðingar í uppnám. Homi Bhabha
hefur fært rök fyrir því að einsleitur tími ímyndaðs samfélags þjóðarinnar
geti aldrei þurrkað út þá ósamfellu og tvíræðni sem rís upp úr tímalögum
minnihlutahópa og tvíheima.51 Hann bendir á ferh andstæð ffamfara-
hyggju, sem einkennast af endurtekningu (minningar um þrælahald,
innflutningur fólks og nýlendustefna sem eru endurvakin í samtímanum í
tengslum við eftirht og stöðlunaráhrif menntunar), viðbót (reynsla þess að
vera „síðbúinn“, aukalegur, ekki á sama tíma), og eru „út úr korti“ (þegar
tími og rými þjóðarinnar blæðir út í jaðarinn sem mótar hana; Rushdie
skrifar í Sönguum Satans: „Vandinn við Englendinga er að sögu þeirra vatt
fram erlendis og þess vegna botna þeir ekkert í henni“).52 Bhaba sér
tvíheima „eftirlendunnar“ á þann hátt að íbúar þeirra lifi þennan sögulega
raunveruleika og segi ffá honum sem ósamhljóða, gagurýnum nútíma.
Hann kallar til hinar „tvístruðu“ þjóðir sem safnast saman í borgum
50 Hér mætti halda ffam hliðstæðu við landamæramerminguna og draga fram það
innbyggða, endurtekna ofbeldi sem fylgir handahófsdreginni línu, gæsluna á
landamærunum - og þær örvæntmgarfulhi/útópísku ferðir yfir mærin sem fylgja í
kjölfarið. Þessi tvíbendni mitmir á skrif Nestors Garcias Canclinis um mótsagna-
kenndar og samstiga myndir af þverþjóðlegum „mæra“-menningum: „flugvöll-
inn“ og „bflskúrssöluna“, önnur er stofnanabundin og öguð, hin alþýðleg og
spunnin á staðnum (,fyIuseos, aeropuertos y ventes de garage“, fyrirlestur frá
ráðstefnunni „Borders/Diasporas“, Center for Cultural Studies, University of
Cahfomia, Santa Craz, 1992). ímynd bflskúrssölunnar er fengin úr lýsingu á
mæramenningum í bók Renatos Rosaldos, Culture and Truth: The Remaking of
Social Analysis, Boston: Beacon Press, 1989, bls. 44.
51 Homi K. Bhabha, „Tvístrun þjóðarinnar. Tími, frásögn og jaðar nútímaþjóðar-
innar“, Ritið 2/2005, bls. 177-220.
52 [Hér er stuðst við íslenska þýðingu Sverris Hólmarssonar og Ama Oskarssonar,
Söngvar Satans, Reykjavík: Mál og menning, 1989, bls. 332.]
175