Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 178
JAMES CLIFFORD
heimsins, tvíheimana þar sem nýjar ímyndir samfélags og pólitíkur opin-
berast.53
Gilroy kannar hið sérstaka „eðli tímalaga mheimanna, eðh sögu þeirra,
minninga og frásagna sem stýra tjáningu svartra pólitískra mótmenninga
sem uxu innan nútímans í sérstöku átakasambandi byggðu á skuld11.''4
Hann færir rök bæði gegn módemískri línulegri ffamfarahyggju og þeirri
sýn sem varpað er fram í samtímanum um hvað sé að vera afrískur. The
Black Atlantic afhjúpar „tímalag synkópunnar - öðruvísi takt þess að hfa og
vera til“. Gilroy vitnar í Ralph EUison: „Osýnileiki, sjáðu tdl, gefur manni
dáhtið öðruvísi tíma, maður er aldrei alveg í réttum takti. Stundum er
53 Bhabha hefur tilhneigingu til að leggja að jöfnu „tvíheima" og „eftírlenduna" í
umfjöllun sinni. Það vekur upp áhugaverða spumingu sem ég get ekld að fullu
fylgt efrir hér. Að hvaða leyti eru eftírlendufræði endurkast frá áHeðnum tví-
heimum? Eha Shohat („Notes on the Post-Colonial“, Social Text 41—42/1992, bls.
99-113) tengir útlistanir á samblendni í nafini „efrirlendu“-aðstæðna \ið mennta-
og fræðimenn ffá tvíheimum þriðja heimsins, sem aðallega skrifa í helstu borgum
fyrsta heimsins, og Arif Dirlik („The Postcolonial Aura: Third World Criticism
in the Age of Global Capitalism", CriticalInquiry 20,2/1994, bls. 328-356) tengir
þá, í fónksjónah'skri greinargerð sinni, við þarfir þverþjóðlegs kapítalisma.
Vissulega eru kenningasmiðir ffá Suður-Asíu áberandi, einkum í Bretlandi og
Norður-Ameríku. Ekki hejtrist mildð ffá öðrum stöðum um eftírlenduffæði - til
dæmis Rómönsku Ameríku og Affíku þar sem saga nýlendustefhunnar og andófe
gegn henni, saga „afinýlendunar“ og ný-nýlendustefinu er umtalsvert ólík. Ef eftír-
lenduffæði eru sett í sögulegt samhengi við suður-asíska tvíheima gætum við með
gagni greint á milli tveggja tegunda þeirra, líkt og Vijay Mishra gerir („The
Girmit Ideology Reconsidered“, Language andLiterature, ritstj. Satendra Nandan,
Suva: University of the South Pacific, 1983 og „Theorizing the Literature of the
Indian Diaspora: The Familiar Temporariness (VS. Naipaul)“); FjTstu tvíheim-
arnir komu fram seint á nítjándu öld í tengslum við flutninga verkamanna á samn-
ingi til staða eins og Trínidad, Gvæjana, Surinam, Fídjieyja, Máritíus, Suður-
Affíku og Malasíu; hinir síðari komu til vegna „frjálsra“ fólksflutninga efrir stríð
til Bretlands, Bandaríkjanna, Astrahu og Kanada. Sá rithöfundur sem kalla mætti
fulltrúa fyrri tvíheimana væri V S. Naipaul; fulltnii hinna síðari, þess tímapunkts
þegar til verður hugsýn „eftírlendunnar“, væri Salman Rushdie. Áffamhaldandi
verk Mishras mun fylla upp í þessa sögu. Augljóslega er ekki hægt að smætta efni
efrirlenduffæða í sögur ákveðinna suður-asískra rithöfunda. Meginhugimmdin
um samblendni, til dæmis, rímar við rómansk-amerískar ffæðikenningar mn
mestizaje, eða créolité Karíbahafsins. Þetta eru ekki sömu hugtökin og þau spretta
upp úr ólíkum sögulegum aðstæðum, en þau skarast og saman vísa þau á svæði
flókinna menningarforma sem eru afurð tvænndarkerfis nýlendunnar og stig-
skiptra kerfa, og grafa að einhverju leytí undan þeim.
54 Paul Gilroy, The Black Atlantic: Double Cotisciousness and Modemity, Cambridge,
Massachusetts: Harvard University Press, 1993, bls. 266.
176