Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Síða 179
TVIHEIMAR
maður kominn fram úr, stundum er maður eftir á. í staðinn fyrir þetta
hraða og ógreinanlega flæði tímans er maður meðvitaður um ójöfhurnar,
þessa punkta þegar tíminn stendur kyrr eða stekkur fram á við. Og maður
smýgur inn í hléin og horfir í kringum sig.“55 Ellison (í gegnum Gilroy)
leggur fram svarta útgáfu af leið Walters Benjamins um „and-minni“ (e.
countermemory), þegar gripið er inn í sögulega samfellu til að klófesta
„eindirnar“ („ójöfnur Ellisons“?) eða sprungur þar sem tíminn stöðvast og
fer af stað á ný eins og í spádómi.56 I tíma synkópunnar eru affnáðar sögur
endurheimtar, öðruvísi framtíð dregin upp.
Hvernig „hér“ og „þar“ eru samtímis til í reynslu tvíheimanna er tjáð
með tímalagi sem er ólíkt tíma markhyggjunnar (stundum messíanísku):
Línuleg saga er brotin upp, nútíðin er í stöðugum skugga fortíðar sem
einnig er hin þráða en teppta framtíð: endurvakin, sársaukafull löngun.
Hvað tvíheima svarta Atlantshafsins og vitund þeirra snertir stendur
þrælasiglingin fyrir hléð sem verður aftur og aftur, þar sem tíminn stöðv-
ast og Kður af stað á ný. Að vera hnepptur í þrældóm og eftirköst þess -
formgerðir kynþáttafordóma og arðráns færðar úr stað og endurteknar -
skapar mynstur svartrar reynslu sem er kirfilega ofið inn í vefhað ríkjandi
nútíma. Þessi reynsla myndar mótsögu, menningarlega gagnrýni í öðrum
takti sem Gilroy vill hefja upp. Þegar Afríka verður útgangspunktur í
tilraunum til að endurheimta beint samband við álfuna er oft tekinn
krókur í kringum þetta grundvallarvandkvæði, og þar með er ekki horfst í
augu við raunveruleikann né söguna. „Rými dauðans“, sem opnað er með
þessum minningum um þrælahald, og áframhaldandi upplifun kynþátta-
ógna varpa gagnrýnum skugga á alla móderníska framfarahyggju. Gilroy
prjónar við greiningu Zygmunts Baumans5/ og Michaels Taussigs58 um
hvemig skynsemin er ekki saklaus af kynþáttaógnum. A úrslitastundum
verður val um dauða eða hætta á dauða eini möguleiki fólks sem á enga
framtíð í kerfi þar sem kúgun er allsráðandi. Slíkt augnablik er skoðað í
greiningu Gilroys á baráttu Fredericks Douglass við þrælapískara, stillt
upp við hliðina á sögu Margaretar Gamer, en saga hennar, um hvernig
55 Sama rit, bls. 281.
56 Walter Benjamin, „Theses on the Philosophy of History“, Illuminations, ritstj.
Hannah Arendt, New York: Schocken, 1968, bls. 253-256.
Zygmunt Bauman, Modemity and the Holocaust, Ithaca: Comell University Press,
1989.
38 Michael Taussig, Shamanism, Colonialism, and the Wild Man: A Study in Terror and
Healing, Chicago: University of Chicago Press, 1986.
177