Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Side 182
JAMES CLIFFORD
tvíheimar eru settir í sögulegt saruhengi á þennan hátt er ekki hægt að
gera þá að allsherjarlíkingu eða „mynd“ fyrir nútímalega, flókna eða af-
stöðubundna sjálfsmynd sem skorin er þvers og kruss og færð úr stað kyn-
þáttar, kyns, kyngervis, stéttar og menningar.
Það kort eða sú ákveðna saga sem Gilroy miðar vúð er vissulega opið
fjnir lagfæringum og gagnrýni - sökum þess að hafa hallað „svarta Bret-
landi“ í áttina að Atlantshafsverö 1 d þar sem afrísk-karabískur uppruni er
miðlægur, sökum þess að hafa einblínt á venjur við ferðalög og menning-
arframleiðslu sem hafa ekki verið opnar konum, með núkilvægum undan-
tekningum þó, sökum þess að hafa ekki gefið nægan gaum flóknu kymferði
í uppbyggingu tvíheimavitundar. Þar að auki endurspeglar ndheimainn-
grip Gihoys í sögu svartra ákveðnar vandasamar aðstæður: það sem hann
hefur kallað „sérkenni hinna svörtu Englendinga*1.63 Tbe Black Atlantic
afmiðjar, að vissu leyti, afrísk-ameríska sögu sem hefur stundmn verið sú
saga sem lögð hefur verið til gnmdvaliar. Að vissu leyti. Hin sérstaka
reynsla af plantekruþrælahaldi, frelsi, hreyfingu milli suðurs og norðurs,
þéttbýlismyndun og samskiptum kynþátta/þjóðarbrota, hefur svæðis-
bundinn og raunar „þjóðlegan“ fókus sem ekki er hægt að skipa undir
kort/sögu af ferðum yfir Atlantshafið. Þrátt fyrir að rætm og farvegir
afrísk-amerískrar menningar eigi augljóslega leið um Karíbahafið hefixr
sagan mótað þær í sérstök baráttumynstur og gefið þeim upprunalegan
svip. Þær eru ekki þverþjóðlegar eða tvíheima á sama hátt eða að jafii-
miklu leyti. Mikilvægar samanburðarspumingar vakna í kringum ólíkar
sögur um ferðalög og dvöl - sem byggja sérstöðu sína á landsvæði (til
dæmis „suðrið“ sem sá punktur sem tvíheimaþráin beinist að), vegna (ný)-
nýlendusögu, vegna þjóðarlegrar samtvinnunar, vegna stéttar og vegna
kyns. Einnig er mikilvægt að taka fram að hin svarta Suður-Ameríka, hin
spænsk/svarta menningarblöndun Karíbahafseyjanna og Rómönsku Am-
eríku er, á þessari stundu, ekld með í sýn Gilroys á mlieimana. Hann
skrifar út frá stað í Norður-Atlantshafi/Evrópu.64
63 Paul Gilroy, SmallActs: Thoughts on the Politics ofBlack Cultures, London: Serpent’s
Tail, 1993, bls. 42-62.
64 The Black Atlantic er markvisst inngrip í AúsV.-ameiíska hefú hvað varðar sögu
hugsunar og menningar. Samkvæmt kanónunni hefur þessi hefð staðið fyrir afrísk-
7707'Jz/;-ameríska sögu, þar með tahð þau svæði Karíbahafsins sem tengjast beint
enskumælandi Bandaríkjunum. Nýjar suður-amerískar/mexíkó-amerískar túlkanir
á hinum flóknu landamærasvæðum álfanna tt'eggja setja spumingannerld rið of
línulegar tvíheimafrásagnir. Sjá til dæmis túlkun José Darid Saldívars á Ntozake
l8o