Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 185
TVÍHEIMAR
þátta sem erfitt er að festa hönd á en gera þölmenningarlegar,
þverþjóðlegar tvíheimasamræður milli þeirra mögulegar.6'
Samsvörun, ekki sjálfsmyndir, sambandsathafnir fremur en fyrirframgefin
form: þessi hefð er net sagna sem eru að hluta til tengdar saman, ferðir
fram og til baka í tíma og rými sem færist stöðugt til og er fundið á ný.68
Tengsl við gyðinga
Gilroy hafnar „Afríku“ sem ffum-uppsprettunni (Landið helga að vissu
leyti) um leið og hann heldur í framlag hennar til mótmenningar nútím-
ans. Saga hans af fjölbreytileika og samræðu svarta Adantshafsins berg-
málar tungumál tvíheimahyggju gyðinga samtímans, and-Zíoníska ffam-
tíðarsýn sem sækir bæði til sögulegrar reynslu Ashkenazy- og Sefardim-
gyðinga. Eins og við munum sjá er gagnrýni þeirra á endurkomumark-
hyggjuna, sem snýst um endurkomu til raunverulegrar gyðingaþjóðar í
Palestínu, hliðstæða þess hvernig Gilroy hafhar sýn á tvíheima þar sem
Afríka fær miðlæga stöðu. Oslitin samfléttun svartra og gyðinglegra tví-
heimasýna, iðulega með rætur í myndmáli Biblíunnar, er höfuðatriði hér,
sem og sameiginlegar rætur sam-Afríkustefhunnar og Zíonisma í nítjándu
aldar hugmyndafræði evrópskra þjóðemissinna - áhrif Heinrichs von
Treitschkes á Du Bois, eða áhugi Edwards Wilmots Blydens á Herder,
Mazzini og Hertzl. Við ættum heldur ekki að gleyma sameiginlegri sögu
þeirra sem fórnarlamba kynþáttafordóma/gyðingahaturs bæði af hálfu vís-
indanna og almennings, sögu sem hefur tdlhneigingu til að gleymast í
átökum svartra og gyðinga í dag. (Betrumbót þessa má finna hjá Philip69
og West.70) Gilroy tekst á við þessi tengsl í síðasta kafla The Black Atlantic.
Hér vil ég aðeins benda á eðlislíkingu milli auðkennandi hliða á þessum
tveimur tvíheimum. Ekki gefst rými hér fyrir ítarlega umræðu um mis-
mun þessara tveggja hefða, togstreituna og aðdráttaraflið milli þeirra.
67 Paul Gilroy, The Black Atlantic, bls. 276, leturbreyting mín.
68 Framsetningu Gilroys á samtengdum fjölbreytileika „svartrar“ sögulegrar reynslu
er ekld hægt að smætta í mynd af tré - rót, stofn og greinar - eins og St. Clair
Drake leggur til („Diaspora Studies and Pan-Africanism“, bls. 397). Þessi munur
greinir tvíheima hans frá hinum „hefðbundnu“ formum eða „meginlands“-
formum sem Drake kalfar tdl.
69 Marlene Nourbese Philip, „Black Jewish Relations“, Border/Lines 29-30/1993,
bls. 64-69.
70 Comel West, Race Matters, Boston: Beacon Press, 1993.
183