Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Síða 186
JAMES CLIFFORD
Ef við skiljum tvíheimana sem dvalarmáta (með öðruvísi hætti), sem
tvíbenta höfmrn á endurkomu eða frestun á endurkomu um óákveðinn
tíma, sem og jákvæða þverþjóðernishyggju, finnst staðfesting þessa í sögu-
legri reynslu bæði brottfluttra Afríkubúa og gyðinga. I umræðu minni um
uppbyggingu/samsetningu Safrans á samanburðarsviði olli það mér
áhyggjum að þegar tvíheimar eru skilgreindir sem tvístrun er gert ráð fyrir
ákveðinni miðju. Ef þessi miðja fær tengingu við raunverulegt „þjóðar“-
land/svæði - fremur en enduruppgötvaða „hefð“, „bók“ eða heimsslitasýn
í handfarangrinum - getur það dregið úr gildi þess sem ég kallaði hliðar-
ása tvíheimanna. Þessi afmiðjuðu net sem skarast að vissu leyti, net sam-
skipta, ferðalaga, viðskipta og skyldleika, tengja saman hin mörgu samfé-
lög þverþjóðlegra „þjóða“. Adiðjun tvíheima út ffá ási uppruna og endur-
komu gerir að engu hina sérstöku staðbundnu víxlverkun (samsvaranir og
rof, bæði uppbyggjandi og í varnarskyni) sem nauðsynleg er til að viðhalda
félagsformum tvíheimanna. Þversögn tvíheimanna, sú sem gefur þeim vald/
kraft, er að það að dvelja hér gerir ráð fyrir samstöðu og tengslum þar En
þar er ekki endilega einn ákveðinn staður eða ein þjóð sem útilokar aðrar.
A hvern hátt er tengslanna (annars staðar) sem skapa greinarmun (hér)
minnst og þau endursögð? I grein sinni „Diaspora: Generation and the
Grotmd of Jewish Identity“, færa þeir Daniel og Jonathan Boyarin sann-
færandi rök tdl varnar gagnvirkum ættfræðiskilningi - þar sem skyldleiki
verður ekki smættaður í „kynþátt“ samkvæmt núnmaskilgreiningu hans -
sem getur gagnast sem líkan fyrir dreifðar gyðingaþjóðir.'1 Þeir leggja
ffam ítarleg rök gegn tveimur öflugum valkosmm við tvíheimahyggju:
húmanisma allsherjarfrelsunar í guðffæði Páls postula (við erum öll eitt í
andlegum líkama Krists) og þjóðernishyggju frumbyggjendanna (við er-
um öll eitt á þessum stað, sem ffá upphafi vega tilheyrir okkur einum).
Með fyrri kostinum öðlast menn ást á mannkyninu á kostnað trúskipta/
innlimunar annarra. Með hinum síðari öðlast menn tilfinningu um rætur
á kosmað þess að útiloka aðra í landinu sem hafa uppi gamlar og nýjar
kröfur. Að mati Boyarin-bræðra felur hugmyndaffæði tvíheimanna í sér
sannfærða afheitun á bæði kenningunni um allsherjarffelsun og sjálfsfor-
ræði - þess í stað er þeirri list að lifa í útlegð og með öðrum tekið opnurn
örmum, þeirri hæfhi að viðhalda sérkennum sínum sem þjóð í daglegum
samskiprnm við aðra.
Daniel Boyarin ogjonathan Boyarin, „Diaspora: Generation and the Ground of
Jewish Identity", CriticalInquiry 19,4/1995, bls. 693-725.
184