Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 189
TVÍHEIMAR
ingdómi tvíheimanna, hvemig hefur gyðingdómur markað líkama þeirra,
gefið þeim vald eða þvingað þá?
Boyarin-bræður segja ekkert um þessar spumingar, að minnsta kosti
ekki í mnræddri ritgerð. Þeir drepa stuttlega á femimsk atriði í þeim máls-
greinum sem koma strax á eftir kaflanum sem vitnað var tál hér að ofan.
Á sama hátt viljum við leggja til að tvíheimamótuð kynjasjálfs-
mynd sé möguleg og jákvæð. Að vera kona er einhvers konar
sérstök vera og ýmsar hliðar lífsins og venjur undirstrika þá
sérstöðu og lofsyngja hana. En málið snýst ekki einfaldlega um
að festa eða ffysta allar venjur og gjörðir kynjasjálfsmynda inn í
ákveðin skilmörk. Manneskjum er skipt í menn og konur í
ákveðnum tilgangi, en það segir ekki alla söguna um líkamlega
sjálfsmynd þeirra. I stað tvíhyggju kynjaðra Kkama og alheims-
sálna - tvíhyggjunnar sem vestræn hefð býður upp á - er hægt
að setja að hluta tdl líkama gyðinga og gríska Kkama, líkama sem
eru stundum kynjaðir og stundum ekki. I þeirri hugmynd liggur
það sem við köllum tvíheimamótuð sjálfsmynd.76
Hér er óbeint vísað í rök and-eðlishyggjusinnaðra femínista og mynd
„konunnar“ er tengd við gyðinginn svo að til verður líkan af sjálfsmynd
þar sem settar eru ffam allar þær stöður sem sjálfsveran hefur og tog-
streitan á milh þeirra.77 Hefði það sömu merkingu að segja að líkami væri
stundum svartur, stundum ekki, stundum lesbískur, stundum ekki, stund-
um fátækur, og svo ffamvegis? Já og nei. Því að hér hafa hlutimir fengið
svo almennt gildi að sérkenni og togstreita þess sem ákvarðar tvíheima,
kynþáttahyggju, stétt, kyn og kyngervi þurrkast út. Það sem meira er, í
þessari fullyrðingu um sameiginlegar þrengingar glittdr í möguleikann á
að gefa tvíheimaorðræðum forystuna. Þegar bent var á hina „tvíheima-
mótuðu“ kynjasjálfsmynd var hlaupið hratt yfir nokkrar sögulegar til-
greiningar. „Fólki er skipt í menn og konur í ákveðnum tilgangi.“ Til-
gangi hvers? Hverjar eru þær ójöfnu formgerðir sem greina þau að?
76 Sama rit, bls. 721.
'' Sjá sögulega greinargerð hjá Daniel Boyarin (Camal Israel: Reading Sex in Taludic
Culture, Berkeley: University of Califomia Press, 1993) um samhverfa orðræðu-
uppbyggingu „konunnar“ og „gyðingsins“ í kristinni allsherjarfrelsunarkenningu
í guðfræði Páls postula.
187