Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Síða 190
JAMES CLIFFORD
Hvernig lítur þessi virki „tilgangur“ út frá ólíkum hliðum gjárinnar milh
kynjanna? Eg hef áður fært rök fyrir því að mikilvægt sé að spyma á mótá
þeirri hneigð að tvíheimasjálfsmyndir fái smám saman jafhgildi við
ósamanlagðar, afstöðubundnar, framkallaðar sjálfsmyndir almennt. Ohjá-
kvæmilega sækja tvíheimaorðræður samtímans til póstmódernísks fem-
ínisma, eftirlendurýni og ýmissa annarra hliða póstmódernismans, en þær
halda tengingu við ákveðna líkama, við sögulega rejmslu af brottflutningi
sem þarf að halda í togstreitu samanburðarins og mögulega þýðingu.
Ég hef fjallað hér um eitt dæmi þess að jafhgildi Hð tvíheima sé sett
fram af fljótfærni í ritgerð Boyarin-bræðra, til að benda á þá hættu sem er
alltaf til staðar í „fræðilegum“ samanburði, hættu sem vofir einnig yfir
mínu eigin verkefhi. Þegar á heildina er litið halda þeir sig við sín tilteknu
markmið, þ.e. „ósamhljóða heimsborgarahyggju“. Sem trúræknir
Ashkenazy-gyðingar endurskoða þeir hefðina innan frá. En kenning þeirra
og aðferð útiloka að hægt sé að sjá þennan „innri stað“ sem hinn end-
anlega stað eða jafhvel þann helsta. Ef til vdll sjá þeir hættuna á að alle-
górísk tvíheimahyggja þeirra geti orðið tdl þess að reynsla gyðinga verði
gerð að forskriftarlíkani á ný. En í kaflanum sem vitnað var tdl hér á undan
er tvíheimum lýst því sem næst sem hugsjón um samblendni í anda eftir-
lendufræðanna. Um reynslu nákvæmlega hverra er verið að setja fram
kenningu? I samræðu við hvern? Ljóst er að Boyarin-bræður hafa kynnt
sér og bregðast við skrifum höfunda úr minnihlutahópum og frá þriðja
heiminum og Paul Gilroy er mikill lærisveinn Walters Benjamins. Enn-
ffemur lesa asísk-amerískir fræðimenn á sviði tvíheima um menningar-
fræði hins svarta Bretlands. Tvíheimar og fræðimenn sem skrifa um þá
mætast á vegum í síbreytdlegu rými þýðinga, ekki jafngildis.
Boyarin-bræður segja í rauninni ekki mjög margt um hvernig gang-
verk „ættfræðinnar“ (eða „kynslóðarinnar“, eins og þeir kalla það líka) er
knúið áfram. Meginviðleitni þeirra felst í gagnrýninni grunnhreinsun, og
að skapa rými tdl að koma til skila auðkennum og erindum ósmættanlegrar
þjóðarvitundar. Andstætt andlegri viðleitni í guðfræði Páls postula leggja
þeir áherslu á félagslega aðgreinda, holdlega líkama. Þetta eru líkamar
kynjaðra karlmanna, þ.e.a.s. þeir eru ekki markaðir af kyni - að minnsta
kosti ekki í umræddri grein.78 (I bók sinni Camal Israel leggur Daniel
78 Nýleg greining þeirra á umskurði markar viðfangseíhið og sjónarhornið á afger-
andi hátt sem karlkyns (Daniel Boyarin og Jonathan Boyarin, „Self-Exposure as
Theory: The Double Mark of the Male Jew“, Retboi'ics of Self-Making, ritstj. De-
borah Battaglia, Berkeley: University of California Press, 1995).
188