Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Side 191
TVÍHEIMAR
Boyarin megináherslu á feminísk álitamál, sem og í skrifum sínum um Pál
postula.) Boyarin-bræður færa sannfærandi rök fyrir því að ekki þurfi að
smætta hinn margfalda félagslega flutning ættffæðinnar niður í „kyn-
þátta“-njörvað mót sjálfsmyndar. En með því að nota tungumál „kyn-
slóðar“ og „ættemis“ skapa þeir hættu á að karlhverfu skyldleikakerfi sé
gefinn þegnréttur. A sama hátt og í sögunni sem Gilroy segir, þar sem
hallast er að tvíheimaleiðum karlmanna, gefst hér töluvert svigrúm fyrir
greiningu á kynjaðri tvíheimareynslu.'9
Fortíð ogframtíð tvíheima
Boyarin-bræður byggja vöm sína fyrir tvíheimana á tvö þúsund ára gam-
alli rabbínískri hugmyndafræði, sem og raunverulegri sögulegri reynslu af
tvístmðu samfélagi. Fullyrðing þeirra er þessi: „Við leggjum til að tví-
heimar verði hið fræðilega og sögulega líkan sem komi í stað þjóð-
emislegrar sjálfsákvörðunar. Vissulega er þetta fegmð mynd tvíheima, al-
hæfð út frá þeim kringumstæðum í sögu gyðinga þegar þeir vom tiltölulega
lausir við ofsóknir og byggðu þó upp sterka sjálfsmynd - þar að auki
kringumstæðum þar sem prómiþeifískur sköpunarkraftur gyðinga braut
ekki í bága við menningarstarfsemina almennt, og var raunar samvirkur
henni“.80 Líf gyðinga í Máraveldi á Spáni áður en þeir vom hraktir á brott
þaðan - sem einkenndist af ríkulegri, fjöltrúarlegri og fjölmenningarlegri
grósku - er einn þeirra sögulegu tímapunkta sem endurheimtir em með
þessari sýn. „Sama persónan, Nagid-inn, Ibn Gabirol-inn eða Maimon-
79 Þetta er annað sérstakt svið sem ég er ekki enn tilbúinn til að ræða: tvíheima-
kynferði og/eða kynferðisgæddar tvfheimaorðræður. I hugmynd Brahs um „rými
tvíheima“ er svigrúm til að vinna nánar með slíka greiningu og skrif Mercers vísa
veginn, ásamt kvikmyndum Sankofa Film Collective. I athugasemdum við upp-
kast að þessari grein minnti Kathleen Biddick mig á kvikmyndina Passion of Re-
membrance frá Sankofa og „hinn undarlega stað sem myndin snýr aftur tdl, þar sem
raddir og líkamar mannsins og konunar sundrast á áhugaverðan hátt“ (persónuleg
samskipti, 1993). Sögur tvíheima eru ekki nauðsynlegar aðstæður til að þróa sýn á
kyngervi, kynferði, kynþætti og þjóðleika, en þetta rými greinimarka sem eru nær
ósýnileg, kynna sem færð eru úr stað og taktískra sambanda eru viðeigandi svið
iyrir sh"kar sýnir. I þessum anda væri áhugavert að setja í sögulegt samhengi flókna
framsetningu Audre Lordes á kynþætti, kyngervi og kynferði í 7œmi: A Nerw
Spelling of My Name, (Trumansburg: Crossing Press, 1982) og gefa þá gaum
hverfúm New York borgar sem tvíheimarými.
80 Daniel Boyarin ogjonathan Boyarin, „Diaspora: Generation and the Ground of
Jewish Identity“, bls. 711.
189