Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Side 193
TVIHEIMAR
stökum hættá, sem fyrst núna er farið að skoða að einhverju leyti og skýra
ffá í rannsóknum á tvíheimum gyðinga.
Saga Alcalays gæðir uóheimasögu gyðinga svæðisbundnum raunveru-
leika sem, í útgáfu Boyarin-bræðra, er ekki bundinn ákveðnu landakorti eða
sögu. „Saga gyðinga" er að sjálfsögðu margvísleg og mndeild. I Israelsríki
nútímans endurspeglar skiptingin á milh hópa Ashkenazy-gyðinga og
Sefardim/Mizrahi-gyðinga aðgreinanlega tvíheimareynslu. Sá þráður
Sefardim-gyðinga sem Alcalay endurheimtir í bók sinni lýsir tiltekinni
mótsögu um sambýh araba og gyðinga og brúar þeirra á mihi. Saga
Sefardim/Aíizrahi-gyðinga getur einnig leitt af sér „tvíheima“-gagnrýni af
hendi arabískra-gyðingaútlaga innan „heimalandsins“ ísraels.84 Svæðis-
bundnar rætur Sefardim-gyðinga, og sambönd sem eru að koma ffam við
„þriðja heiminn“ eða „arabískar“ hreyfingar, geta verið birtingarmynd
tengslaneta sem affniðja bæði hina tvíheimakenndu mynd af „gyðingnum
gangandi“ og yfirþyrmandi mikilvægi helfararinnar sem lykhstundar í
„nútímasögu gyðinga“. I Israel hefur lítdll hópur evrópskra gyðinga tekið
að sér forystuhlutverk í að skilgreina einangrað ríki gyðinga á þann veg að
það sé byggt á trúarbragðalegri, etnískri, tungumála- og kynþáttabund-
inni undirokun. Mótsögur Sefardim/Mizrahi-gyðinga draga í efa þessa
forræðisdrifnu sjálfskilgreiningu ríkisins. Þessi barátta er mikilvæg en það
má hinsvegar eklá alhæfa tun of út frá átökum innan valdakerfisins í Israel
samtímans. Hvor tveggja hefð Sefardim- og Ashkenazy-gyðinga er flókin
og hefur að geyma þjóðemislega og and-þjóðemislega þræði. Hægt er að
finna sterkan grunn að tvfheimadrifiium and-Zíonisma í sögu Ashkenazy-
gyðinga fyrir tíma helfararinnar. (Nýleg undirritun brotthætts friðarsam-
komulags mihi Israels og Frelsissamtaka Palestínu gerir einmitt það að
verkum að þessi sýn, þessi sögulegi grunnur, virðist ekki vera jafnmikil
tímaskekkja. Ef fram kemur á endanum raunhæft, póhtískt fyrirkomulag
um skiptingu Palestínu verða gyðingar og arabar að endurheimta tví-
heimahæfiii sína til að varðveita mismun í samskiptum og málamiðl-
unum.)
84 Smadar Lavie, „Blow-Ups in the Borderlands: Third World Israeli Authors’
Groupings for Home“, New Formatioms 18/1992, bls. 84-106; Ella Shohat,
„Sephardim in Israel: Zionism ffom the Standpoint of Its Jewish Victims“, Soríal
Text 19,20/1988, bls. 3M5 og Israeli Cinema: East/Wést and the Politics ofRepresen-
tation, Austin: University of Texas Press, 1989.