Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 195
TVIHEIMAR
helga eða ísrael á nafh. Aðgreiningin milli gyðinga og annarra er þýð-
ingarmikil en er stöðugt ferli þar sem eðlishyggju er hafnað. „Það kemur í
ljós að mun mikilvægara er að skiptingin sé til staðar heldur en hvar
markalínan er nákvæmlega dregin ... Oftar en ekki virðist fjarlægðin milli
gyðinglegra venja og annarra ekki skapast vegna mismunandi efnisþátta í
sjálfu sér heldur frekar eftir því hvernig þær eru túlkaðar sem þættir í
tdlteknu kerfi“.86 Mismunur, að mati Weinreichs, er ferli sífelldra end-
urumleitana í nýjum kringumstæðum sem fela í sér áhættusama en frjóa
sambúð.8/
Hvað er í húfi við að endurheimta hinar ólíku tvíheimasýnir
Ashkenazy- og Sefardim-gyðinga, fyrir utan augljóst framlag þeirra til
gagnrýni á Zíonisma og aðrar þjóðerniseinangnmarstefnur? Mín eigin
krókótta leið að geniza-heiminum og félagsskap aðdáenda Goiteins legg-
ur tdl eitt svar; merkilegt blendingsverk þjóðlýsingar, sagnfræði og ferða-
sögu, In an Antique Land eftdr Amitav Ghosh. Ghosh, sem er indverskur
sagnfræðingur og mannfræðingur, skrifar um vettvangsrannsóknir sínar
við óseyri Nílar og í leiðinni afhjúpar hann djúplæga sögu þverþjóðlegra
sambanda milli Miðjarðarhafsins, Miðausturlanda og Suður-Asíu - og inn
í þessa sögu þræðir hann sitt eigið ferðalag seint á tuttugustu öld frá
einum stað tdl annars í þriðja heiminum. Frá geniza-skjalasafninu í Kaíró,
en úr því hefur dreifst víða, rekur hann næstum gleymda sögu indversks
ferðalangs á leið til Aden, þræls og sendimanns í viðskiptaerindum fyrir
gyðingakaupmann með aðsetur í Mangalore. (Saga skjalasafnsins sjálfs er
spennandi hliðarfrásögn.) Leit Ghosh að forvera sínum frá tólftu öld
opnar okkur sýn inn á Indlandshaf miðalda, heim ótrúlegra ferðalaga, við-
skipta og sambýlis araba, gyðinga og Suður-Asíubúa. A sama hátt og
mikilvægt yfirlit Janet Abu-Lughod, Before European Hegemony,88 og eins
86 Sama rit, bls. 2205.
8' Víða sér Weinreich fyrir ríkjandi sjónarhom á samskipti á landamærasvæðum
nýlendna og ný-nýlendna, ferli „þvermenningarblöndunar" og gagnvirkrar sjálfs-
myndarmótunar. Berið einkum saman við skilgreiningu Pratt á „snertiflötum“,
sem líka er fengin frá þjóðfræði- og málvísindalegum „snertitungumálum“ eða
„bræðings“-tungumálum (Mary Louise Pratt, Imperial Eyes: Travel Writing and
Transcidtiiration, London: Routledge, 1992). Sjá einnig í Dubnow sagnfræðilega
undirbyggða sýn Ashkenazy-gyðinga á gagnvirkan gyðingleika sem kemur á
undan varanleika tvíheimanna (Simon Dubnow, „Diaspora“, bls. 126-130).
88 Janet Abu-Lughod, Before European Hegemony: The WorldSystem A.D. 1250-1350,
Oxford: Oxford University Press, 1989.
!93