Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Side 199
Svavar Hrafn Svavarsson
Saga og samtíð heimspekinnar
Hver er staða heimspekisögu innan heimspeki? Fæstir vekja máls á heim-
spekilegti efhi án þess að vísa til skoðana liðinna heimspekinga, hvort sem
áratugir, aldir eða árþúsund hafa hðið, og fjöldi heimspekiverka hefur
beinlínis hugmyndir og heima Hðinna heimspekmga að viðfangsefrii.
Reyndar hefur gróska heimspekisögu ekki verið meiri en um þessar
mundir. En þrátt fyrir almenna viðurkenningu á mikilvægi heimspekisögu
fyrir heimspeki er ekki Ijóst í hvaða skifrdngi heimspekisaga sé eða ætti að
vera snar þáttur heimspeki eða yfirleitt nokkur þáttur hennar. Það er
óljóst af hvaða ástæðum heimspekmgar stunda í raun heimspekisögu.
Spumingin hefur lengi leitað á heimspekinga og í töluværðum mæli
undanfarin ár.1 Svörin eru sannfærandi en jafnffamt óhk; þau afhjúpa mun
á viðhorfum til heimspeki, viðfangsefha hennar og aðferða, hvað hún eig-
inlega sé. Hér verður gerð grein fyrir þrenns konar viðhorfum til hlut-
verks heimspekisögunnar og gildi hexmar fyrir heimspekinga. Tvenns
konar viðhorf má kenna við vísindi og þrátt.2 Þessi hugtök eiga að lýsa
grundvallarþáttum viðhorfaxma; skoðrrn heimspekinga á sögu greinar
siirnar tekur mið af skoðtm þeirra á heimspeki, hvort hxin sé vísindagrein
aðskilin sögu sirmi eða samræðuhefð óaðskiljanleg sögu sinni. Þriðja við-
horfið er kennt við umhverfi. Með því er áréttað mikilvægi þeirrar stað-
reyndar að öll heimspeki á sér stað, stund og samhengi.
1 Sjá t.d. efrirtalin ritgerðasöfri: Richard Rorty, J.B. Schneewind og Quentin Skinn-
er (ritstj.), Philosophy in History, Cambridge: Cambridge University Press, 1984;
J.B. Schneewind (ritstj.), Teaching New Histories of Philosophy, Princeton: Uni-
versity Center for Human Mlues, Princeton University, 2003; Brian Leiter (rit-
stj.), The Futnre for Philosophy, Oxford: Clarendon Press, 2004; Tbm Sorell og
GA.J. Rogers (ritstj.), Analytic Philosophy and the History of Philosophy, Oxford:
Clarendon Press, 2005.
: Með „þrátt“ þýði ég díalektík.
Ritiö 2-3/2007, bls. 197-215.
I97