Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 200
SVAVAR HRAFK SVAVARSSON
Viðhorfin þijú
Fyrst er að telja þá sem virðast hafna því að heimspekisaga sé hluti hehri-
speki: History of Philosophy: Just Say No, sagði heimspekingur við nem-
endur sína.3 Hann vildi ekki gera lítið úr heimspekisögu, einungis aðskilja
hana heimspeki; heimspeki er ekki heimspekisaga heldur váðfangsefni
hennar. Heimspeki er eitt, saga hennar annað.4 5
Þessi greinarmunur skýrist ef litdð er til annarra ffæðigreina, svo sem
efnafræði. Breytir nokkru fyrir virmu efhafræðinga og ágæti rannsókna
þeirra hvort þeir kunni skil á sögu eftiaffæði? Vankunnátta mn sögu efha-
fræði stendur þeim ekki fyrir þrifum sem efhaffæðingum, enda er ekki
gerð krafa til efnaffæðinga að þeir þekki sögu efnaífæði. Efnaffæðingar
verða ekki betri efnafræðingar þó að þeir kunni skil á sögu greinar sinnar
(en ekki endilega verri). Þessu fylgir ekld að saga efhaffæði skipti efna-
fræðinga engu máh. Hún gæti til dæmis skipt þá máh sem vísindasagn-
fræðinga. En saga greinarinnar er ekki hluti greinarinnar, nema að svo
miklu leyti sem þekkingin byggist á rannsóknum fortíðar. Helstu tímarit
efnaffæðinga eru að mestu laus við greinar um efhaffæðilegan skilning
átjándu aldar vísindamanna á gulli. Raunvísindin virðast að mestu leytd
aðgreind sögu sinni á þennan hátt, og sum hugvísindi líka. Saga þeirra er
önnur og aðskilin þekkmgargrein. Ofangreindur heimspekingur sem
hvatti til andstöðu við heimspekisögu andæfði kollegum sínum sem gáfu
sig að heimspekisögu sem hluta heimspeki. Vdllard Van Orman Quine,
einn snjallasti heimspekingur tuttugustu aldar, vildi smnda vísindalega
heimspeki sem væri (eins og raunvísindin) aðskihn sögu sinni.'’ Köllurn
þessa skoðtrn vísindahyggju um samband heimspeki við sögu sína.6
3 Það var Gilbert Harman. Hann útskýrir mál sitt í tölvupósti hjá Tom Sorell, „On
Saying No to History of Philosophy", í Sorelf og Rogers, Analytic Philosophy and
the History ofPhilosophy, bls. 43-59, hér bls. 43-45. Þetta viðhorf Harmans hefor
löngum loðað við rökgreiningarheimspekinga í Bandaríkjunum og Bredandi.
4 Rusl er rusl, sagði heimspekingurinn Burton Dreben, en saga ruslsins er fræði-
grein; Daniel Garber, „What’s Philosophical about the History of Philosophy?", í
Sorell og Rogers, Analytic Philosophy and the Histoiy ofPhilosophy, bls. 129-146, hér
bls. 130.
5 Sjá t.d. W.VO. Quine, „Has Philosophy Lost Contact with People?“ [1979],
Theories and Things, Cambridge, Mass.: Belknap Press, 1981, bls. 190-93, hér bls.
193, þar sem hann nefnir scientific philosophy.
6 Hér verður ekki gerð nánari grein fyrir þessari vísindahyggju (kostum hennar og
göllum) sem tengir heimspeki raunvísindum, lagar hana að markmiðum hennar
og háttum; um hana má lesa t.d. hjá Bernard Williams, sem notar hugtakið scient-
198