Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Qupperneq 203
SAGA OG SAMTÍÐ HEIMSPEKINNAR
arhyggju óttast vísindahyggju og horfir til sjálfrœðis heimspekinnar sem
fræðigreinar; hafni heimspekin sögu sinni sem þætti sínum verður hún
hluti raunvísinda og hverfur því að sjálfræði hennar veltur á því að hún
glati ekki einkennum sínum þegar hún verður viðfangseíhi sögunnar.1-"’
Vísindahyggjan fyrirfinnst einkum hjá heimspekingum sem gjarnan eru
kenndir við rökgreiningu en þráttarhyggjan hjá þeim sem eru kenndir við
meginlandið.
Þriðja viðhorfið fer bil beggja og hneigi sig í báðar áttir. Köllum þetta
viðhorf nmhveifishyggju um heimspekisögu.16 Hefðin er meira en búr mis-
jafhlega gamalla vopna; skilningur á henni gerir okkur kleift að heþa okk-
ur upp úr þöglum tilfallandi forsendum og fordómum samtímans.17 Hún
fær okkur til að nálgast samtímann með því að ganga afturábak inn í hann
(eins og Grikkirnir sáu fyrir sér vegferðina inn í ffamtíðina), horfa til þess
sem tíðkast ekki lengur.18 Hins vegar krefst rannsókn á henni þeirrar ná-
kvæmni sem helst er kennd við vísindahyggju.
Hyggjumar þrjár þurfa allar að standa skil á grundvallarviðhorfi til sög-
unnar, hvernig grein skuli gerð fyrir rás hennar. Spumingin er að hve
miklu leyti greina megi þróunarhyggju (eða einhvers konar markhyggju)
að baki viðhorfum til sögunnar. Athugum spurninguna um þróun áður en
við snúum okkur að umhverfishyggju.19
15 Sjá Yves Charles Zarka, „The Ideology of Context: Uses and Abuses of Context
in the Historiography of Philosophy“, í Sorell og Rogers, Analytic Philosopby and
the Histoty of Philosophy, bls. 147-159, hér bls. 152-53. Dæmin um ólík afbrigði
þess sem ég kalla þráttarhyggju eru mýmörg. Eitt er afbygging póstmódernista á
svokölluðum þekkingarkerfum sem verða tilfallandi og innbyrðis ósamkvæm sam-
ansöfn (misjafhlega trúverðugra) skoðana og langana (iðulega eftir valdi).
16 „Umhverfishyggja“ í þessu samhengi er þýðing á því sem oftast nefnist contextual-
ism á údensku.
17 Þetta er ráðandi viðhorf, held ég, hjá þeim sem leggja fyrst og fremst stund á heim-
spekisögu: sjá m.a. Donald Rutherford (ritstj.), The Cambridge Companion to Early
Modem Philosophy, Cambridge: Cambridge University Press, 2006; Julia Annas,
,Ancient Philosophy and the Twenty-First Century", í Leiter, The Future for
Philosophy, bls. 2 5—4-3; John Cottingham, „Why Should Analytic Philosophers Do
Plistory of Philosophy?“, í Sorell og Rogers, Analytic Philosophy and the History of
Philosophy, bls. 25-41.
18 Sjá Bemard Knox, Backing into the Future: The Classical Tradition and Its Renewal,
New York og Lundúnum: Norton, 1994.
19 Gunnar Harðarson hefur bent á hliðstæða þrískiptingu viðhorfa til heimspekisögu:
„Verkefni íslenskrar heimspekisögu", Skímir 159/1985, bls. 45-70, hér bls. 49.
201