Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Side 206
SVAVAR HRAFN SVAVARSSON
síðar: samansafn af skoðunum og sérkennilegum kveðskap í bland við for-
vitnilegar sögur af sérvisku heimspeldnga.24 Aðferð Aristótelesar og tdrð-
ing fyrir heimspekisögunni (en þó án næmis fyrir umhverfi) er gerólík
aðferð Platons, sem „fann upp“ heimspekina í þeim skilningi að hann
aðskildi hana irá öðrum bókmenntum; hann fann þá upp heimspeki sem
sjálfstæða fræðigrein.25 Það væri villandi að segja að Platoni hefði verið
sama um heimspekisöguna en fyrir honum var ekld til heimspekisaga í
sama skilningi og fyrir Aristótelesi.26 Fyrir Platoni eru til skoðanir, góðar
og vondar, sannar og ósannar, vænlegar og vonlausar. Þær ber að meta
sem slíkar. Það virðist litlu sem engu máh skipta nákvæmlega hvað var
sagt af hverjum hvenær sem svar tdð hvaða spumingu; hann hefor ekki
áhuga á slíku samhengi. Liðnir spekingar verða persónur í leikritum Plat-
ons, sem ljær þeim skoðanir sem hann vdll rannsaka. Að þessu leyti sver
Kant sig í ætt við Platon. Þótt spekingarnir séu líka persónur í leikriti
Aristótelesar, þá ljær hann leikritinu sögulegan þráð. Sjálfstæði og sögu-
leysi Platons hafa margir heimspekingar viljað endurheimta og það birtist
á tvennan hátt. Annars vegar birtist það í viðleitni þeirra sem vilja byrja
með hreinan skjöld, haína öllum aðdraganda sínum og umfram allt að hafna
honum sem kennivaldi.27 Hins vegar birtist söguleysið í viðhorfi þeirra
heimspekinga til heimspekisögunnar sem vilja tala við liðna spekinga eins
og samtímamenn.
Það virðist innibyggt í þessi viðhorf að heimspeki taki eða geti tekið
framförum, jafnvel að hún stefni eitthvert (enda er heimspekingum tamt
að líta til fortíðar greinarinnar og sjá liðna heimspekinga á leiðinni að
24 Um sögu heimspekisagnaritunar á klassíska tímanum og fyrr, sjá Jaap Mansfeld,
„Aristode, Plato, and the Preplatonic Doxography and Chronography" [1986],
Studies in the Historiography of Greek Philosophy, Assen/Maastricht: Van Gorcum,
1990, bls. 22-83, og Harold Cherniss, „The History of Ideas and Ancient Greek
Philosophy“ [1953], SelectedPapers, Leiden: Brill, 1977, bls. 36-61.
25 Sú er kenning Andrea Wilson Nightingale, Genres in Dialogue: Plato and the Con-
stract ofPhilosophy, Cambridge: Cambridge University Press, 1995.26
Aristóteles var einnig ólíkur eftirmönnum sínum, sem fyrstir fóru að sýna þá til-
hneigingu, sem verður áberandi efrir fyrstu öld f.Kr., að nota fortíðina sem kenni-
vald, þó að vísinn að þessari aðferð megi einnig finna í heimspeki Aristótelesar
(nefnilega hugmynd hans endoxa).
2' Descartes er þekktasta dæmið um þessa viðleitni. Hún er erfið því sagan er á bak
við hann og allt um kring: Cog/ío-sönnunina má lesa hjá Agústínusi og hún birtist
m.a.s. á prenti árið 1626 í Les Denx Vérités eftir Jean de Silhon, ekki nema áratug
áður en Descartes setti hana fram í Orðræðn um aðferð.
204