Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Síða 207
SAGA OG SAMTÍÐ HEIMSPEKINNAR
uppgötva það sem þeir vita nú). Að þessu leyti eru þau ólík þeirri skoðun
þar sem litið er á heimspeki sem glímu við óleysanlegu vandamálin. Það
sem hér hefur kallast þráttarhyggja um heimspekisögu er þó víðfeðmari
en svo að hugmyndin um framfarir innan heimspeki skipti sköpum. Hans-
Georg Gadamer, sem neihdur var til sögunnar sem fulltrúi þessarar þrátt-
arhyggju, skilur ekki heimspeki þeim skilningi að framfarahugtakið eigi
við; hann segir að við ættum ekki að lesa (til dæmis) gríska heimspekinga
eins og nútíminn stæði fornöldinni framar, heldur „í sannfæringu þess að
heimspeki sé mannleg reynsla sem er ávallt söm og einkennir manneskj-
una sem slíka, og að það séu engar framfarir í henni, aðeins þátttaka.“28
Viðhorf Wittgensteins til heimspekisögunnar er sérstakt en trúin á fram-
farir er þó til staðar: „Eg les „heimspekingar eru engu nær um merkingu
„veruleikans“ en Platon“. Hve merkilegt! Það er merkilegt að Platon skuh
hafa náð svo langt! Eða að við skulum ekki hafa náð lengra! Er ástæðan sú
að Platon var svma klár?“29 Við getum tekið framförum, segði Wittgen-
stein, en þær eru annars eðhs en ráð var fyrir gert. Þær leiða ekki til sann-
leika, heldur til heilbrigðis; þær lækna okkur af heimspekilegum bakter-
íum með skýringum á tungumálinu; heimspekisagan er saga ruglings og
mistaka sem hlutverk heimspekinga er að leiðrétta.
Það virðist eigi að síður vera ljóst að heimspeki sem leit að sannleika
tekur í vissum skilningi framförum; við búum að mörgu leyti við betri kost
en Parmenídes og Descartes. Þessar framfarir eru bæði tilkomnar innan
heimspekinnar og fyrir ytri áhrif annarra fræðigreina (þó að hafa verði í
huga að viðfangsefni heimspeki voru önnur en þau eru nú).30 Dæmi um
28 Hans-Georg Gíadamer, The Idea ofthe Good in Platonic-Aristotelian Philosophy [Die
Idee des Guten zwischen Plato und Aristoteles (1978)], New Haven: Yale University
Press, 1986, bls. 6; sjá Catherine H. Zuckert, „Hermeneutics in Practice: Gada-
mer on Ancient Philosophy“, í R.J. Dostal (ritstj.), The Cambridge Companion to
Gadamer, Cambridge: Cambridge University Press, 2002, bls. 201-24, hér bls. 219.
29 Anthony Kenny (ritstj.), The Wittgenstein Reader, Oxford: Blackwell, 2006 [1994],
bls. 56, sbr. sama höfnnd, „The Philosopher’s History and the History of Philo-
sophy, í Sorell og Rogers, Analytic Philosophy and the History ofPhilosophy, bls. 13-
24, hér bls. 14—15.
30 Við upphaf nýaldar (sem og á enn fyrri öldum) voru raunvísindamenn heimspek-
ingar; þeir stunduðu philosophia naturalis, náttúruheimspeki. Heimspekingar voru
líka flestir raunvísindamenn; um sögu þessa á nýöld, sjá t.d. Stephen Gaukroger,
„Knowledge, evidence, and method“, í Rutherford, The Cambridge Companiom to
Early Modem Philosophy, bls. 39-66. En leiðir skildi; eðlisfræði er ekld lengur hluti
heimspeki. Heimspekingar halla sér nú að raunvísindum á margvíslegan hátt: með
2°5