Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Síða 208
SVAVAR HRAFN SVAVARSSON
innri framfarir er viðleitni manna til að skilja veruna: heimspekin verður
ekki söm þegar greinarmumir hefur verið gerður á ólíkum merkmgum
sagnarinnar vera, sem Platon gerði en Parmemdesi láðist. Frelsi er annað
dæmi: greinarmunur neikvæðs og jákvæðs frelsis, eða valfrelsis og sjálf-
ræðis.31 Leitin að sannleikanum heldur áfram.32 En varla segja framfarir
alla söguna. Heimspeki Platons er hluti sköptmarsögu okkar, segir þrátt-
arhyggjan, hún er hluti af heimspeki okkar í öðrmn skilningi en vísindi
Newtons eru hluti eðlisfræðinnar. Þekking á hefðinni er nauðsynleg for-
senda þess skihtings á sjálfi og heimi sem heimspekin leitar.
Umhverfishyggja
Hvorugt þarf að útiloka hitt, vísindahyggja og þráttarhyggja. En mn-
hverfishyggja, sem skarast Hð hvort tveggja, hneigist einnig til áttar sem
ekki er alltaf virt að verðleikum með hinum Hðhorfunum til heimspeki-
sögu; hún er sögulegri en vísindahyggja og öðruvísi söguleg en þráttar-
hyggja; hún er næm fyrir sögulegu umhverfi hðinna heimspekinga. I hverju
felst þetta næmi og hvaða heimspekilega hlutverki gegnir það?
Athugum næmið fyrst, síðan hlutverkið. Til er saga af enskmn heim-
spekingi sem lýsti tilteknum félögum sínum í fræðmium svo. Þeir vildu
þýða grískt orð, sem líklega kom fyrir hjá Aristótelesi, með orðtmum „sið-
ferðileg skylda“, bentu síðan á að Aristóteles hefði haft takmarkaðan skiln-
ing á siðferðilegri skyldu. Þetta er hhðstætt því, segir þessi heimspeldngur,
útskýringum á eðli þeirra, innbyrðis tengslum og viðfangsefnum, hugtökum þeirra,
forsendum og aðferðum; með því að stunda heimspeki á jafn ósögulegan (jafnvel
andsögulegan) hátt og raunvísindamenn stunda sín ffæði; með kröfum um skýr-
leika og nákvæmni rökfærsla og hugtaka; með raunvísindalega þekkingu að
Ieiðarljósi.
31 Fyrri greinarmunurinn er kenndur við Isaiah Berhn, síðari ýmist við stóumenn
eða skólaspekinga (íslensku orðin eru þýðingar á libertas indifferentiae og spon-
taneitatis). En þó mætti einnig segja að síðari heimspeki hafi einmitt hafnað (eða
reynt að hafna) ýmsum greinarmuni sem fyTri heimspeki hefur gert; sjá umfjöllun
um þátt Anscombes og Williams í endurreisn grískrar siðfræði að neðan.
32 Um ólíkar hugmyndir um heimspekilegar ffamfarir, sjá Kenny, „The Philosop-
her’s History and the History of Philosophy“, bls. 17-20.
200