Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Síða 209
SAGA OG SAMTIÐ HEIMSPEKINNAR
að þýða gríska orðið yfir þríreim (sem er viss tegond af grísku skipi með
þremur áraröðum) með orðinu „gufuskip” og segja síðan að Grikkir hafi
haft takmarkaðan skilning á gufuskipum.33 Vandinn við þessa leið í heim-
spekisögu er sá að skynsamleg og rökleg endursköpun, hvað þá róttæk endur-
sköpun, gefur stundmn dularfulla (ef ekki óskiljanlega) mynd af við-
fangsefninu; hún tekur nánast alfarið mið af heimi skýrandans en ekki hins
skýrða. Hvað gerist ef við rökræðum um skilning Aristótelesar á eðlishug-
takinu vegna eðhshyggju tuttugusm aldar og í ljósi hennar? Verður endur-
sköpuð heimspeki Aristótelesar skrýtin, hlaðin framandi hugtökum (t.a.m.
úr háttarökffæði), mótuð irrnan heimspeki sem er heimspeki Aristótelesar
framandi? Þess vegna ætti að hafa varann á þegar tekið er mið af heim-
spekilegum gHmutökum okkar; í það minnsta er fyrirvara þörf þegar Aris-
tótelesi er þröngvað í stakk samtfmafrumspekinga.34 Félagar téðs heim-
spekings eru ekki einsdæmi: Aristóteles hefur á síðustu árum verið lesinn
með kantískum gleraugum og reynt hefur verið að færa hugmynd Aris-
tótelesar um göfgi og hugmynd Kants um skyldu hvora svo nálægt annarri
að Aristóteles verður kantískur (án þess þó að Kant verði sérlega aristó-
tehskur.)35 Þessir heimspekingar segðu að þeir væru staddir í ríki skjm-
seminnar. Ljóslega hafa þeir eitthvað til síns máls. Og gróðinn er sá að
heimspeki sem eignuð er Aristótelesi, heimspeki Hðins hugsuðar, lifnar
við og verður þáttur í samtímaheimspeki. En jafnljóslega hefur eitthvað
skolast til því Aristóteles var ekki kantisti. Hversu óvænt og frumleg er
birtan sem þessi Aristóteles bregður á heimspekina? Er Aristóteles tæld og
túlkaður rökstuðningur fýrir kantískum niðurstöðum? Þetta er ónæmi
fyrir mikilvægi sögulegs umhverfis; þessir heimspekingar þykjast vera
hvergi, nema í ríki skynseminnar, þar sem Aristóteles teflir við Kant og við
leggjum mat á stöðuna. Er sKkt hvergi tdl? I ákveðnum skilningi, en öðrum
33 Haft eftir Williams, „Heimspeki sem hugvísindi“, bls. 67. Williams sjálfur er allt
að því tvöfaldur í roðinu; hann hallast að þráttarhyggju innan siðfræði og stjóm-
speld en vandamálasögu innan annarTa greina.
34 Þessi framsetning á tveimur grundvallarleiðum til að ástunda heimspekisögu er
meginumfjöllunarefni hjá Alasdair Maclntyre, „The Relationship of Philosophy
to its Past”, í Rorty, Schneewind og Skinner, Philosophy in Histoiy, bls. 31-48, og
Richard Rorty, „The Histonography of Philosophy: Four Genres”, sama rit, bls.
49-76.
35 Sjá Christine Korsgaard, „From Duty and for the sake of the Noble: Kant and
Aristotle on Morally Good Action”, í S. Engström og J. Whiting, Aristotle, Kant,
and the Stoics: Rethinking Happiness and Duty, Cambridge: Cambridge University
Press, 1996, bls. 203-36.
207