Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Blaðsíða 211
SAGA OG SAMTÍÐ HEIMSPEKINNAR
setti, uppspretta efahyggju? Af hverju les engirrn Tímajos núna, höfuðverk
Platons um aldir, samræðu sem skipti sköpum? Veljum nærtækara dæmi,
Descartes, föðurímynd nýaldarheimspekinnar. Hugleiðingar hans og Orða-
rœða um aðferð eru heimspekiverkin sem lesin eru, oft eins og þau hefðu
verið samin utan við tímann, sem heimspekilegur inngangur að helstu
þekkingarfræðilegu vandamálum nýaldarinnar. Þessi verk eru ein aflmesta
uppspretta vandamálasögunnar. Breytir umhverfi Descartes einhverju fyrir
rökin og hugmyndimar, ástæðumar? Hvemig ber að lesa sönnun Des-
cartes á tilvist Guðs?3' Hver sem er getur lesið hana og hafnað henni (eða
samþykkt).38
Það er ekki einungis sagnfræðilegur áhugi sem hvetur til ástundunar
heimspekisögu. Þó er slíkur áhugi náskyldur hinum heimspekilega að svo
miklu leyti sem hvor tveggja viðurkennir mikilvægi minnisins. Ryszard
KapuúciOski var pólskur fféttaritari. Ein af síðustu bókum hans heitir
Ferðalög með Herodótosi. Honum verður tíðrætt um minnið þar sem hann
ferðast um heiminn með Herodótos í farteskinu og lýsir hversu hverfult
og viðsjárvert það sé, að viðfangsefni minnisins, atburðurinn eða viðhorf-
ið, geti horfið sporlaust. Hann óttast um minnið og segir: „An minnis get-
um við ekki hfað; það hefur manninn upp yfir skepnumar, ákveður útiínur
sálarinnar, en er jafnframt óáreiðanlegt, hverfult og svikult. Það fyllir
manninn óöryggi.“39 Mikilvægi minnisins staðfestir þörf mannsins fyrir
skilning (þar með tahnn heimspekilegan skilning) á því hvers vegna hann
er eins og hann er (og hvers vegna hann hefur þær heimspekilegu skoðan-
ir sem hann hefur): „annars væri ekki hægt að útskýra áhuga okkar á lið-
inni tíð“, sagði fulltrúi þráttarhyggjunnar.40
Cottingham er einn ijölmargra sem hafa endurskoðað heimspeki Descartes í ljósi
umhverfis hans, sbr. „Why Should Analytic Philosophers Do History of Philo-
sophy?“, bls. 33-37.
38 Til dæmis: Hver er skýringarmáttur þeirrar menntunar og uppeldis sem Des-
cartes fékk hjá Jesúítum; er skýringarmátturinn að einhverju leyti heimspekileg-
ur?
39 Ryszard KapuúciÖski, Travels With Herodotus, New York: Knopf, 2007 [2004],
bls. 75.
40 Gadamer, The Beginning ofPhilosophy, bls. 31.
209