Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 212
SVAVAR HRAFN SVAVARSSON
Hvaða heimspekilega (en ekki sagnfræðilega) ávinningi skilar um-
hverfishyggja? Við hvað fer heimspekingurinn á mis sem grennslast ekki
fyrir um illan anda Descartes en heldur sig \áð hliðstæðar rökfærslur sam-
tímans; verður hann menningarlega fátækari eða heimspekilega? Sumir
láta sér í léttu rúmi liggja réttlætingu heimspekisögunnar: hún sé mark-
mið í sjálfu sér.41
Heimspekilegt hlutuerk umhverfhhyggju
Hver er heimspekilegur ávinningur þess að leggja rækt við næmið? Hvem-
ig svo sem heimspekisaga er skihn og hverjar svo sem hvatir þeirra em
sem leggja stund á heimspekisögu, þá skipar heimspekin sjálf öndvegið,
bæði sem viðfangsefni og aðferð. Það er óumdeild skoðun flestra þeirra
sem tjá sig um máhð, sýnist mér. Michael Frede hefur skrásett eins konar
málsvörn sína; hann fékkst við fornaldarheimspeki.42 Ritun hehnspeki-
sögu er túlkun og útskýring á heimspekilegum textum, hvort heldur innri
eða ytri skýring, hvort heldur vísað er til rökvísi og samkvæmni textans
eða ytri aðstæðna og ástæðna sem móta skoðanir heimspekingsins. Heim-
spekileg skoðun er þó ekki útskýrð eins og hver önnur söguleg staðreynd
(og horft til orsaka og afleiðinga - þá nálgun mætti frekar nefha hug-
myndasögu), heldur er vöngum velt yfir sannleika hennar, forsendum og
ályktunum. Það er frekar spurt um ástæður en orsakir, í voninni mn að
ástæðurnar séu góðar heimspekilegar ástæður. Vonin er ekki úr lausu lofti
gripin; forsendan er að til dæmis Aristóteles hafi haft góðar ástæður; mark-
41 í „What’s Philosophical about the History of Philosophy?" kemst Garber nálægt
þessu viðhorfi, sem hann nefnir antiquarian. Það sem hér kallast umhverfishyggja
skilur Brian Leiter eilítáð öðrum skilningi. Hann tiltekur innra gildi þess að ásttmda
heimspekisögu en meinar ekki að hún sé markmið í sjálfu sér burtséð frá því hvort
finna megi heimspekilegan sannleika, heldur að finna megi slíkan sannleika
(„Introduction: The Future for Fhilosophý\ bls. 8-11); hann hefur í huga túlkun
sína á Marx, Nietzsche og Freud („The Hermeneutics of Suspicion: Recovering
Marx, Nietzsche, and Freud“, í Leiter, The Futurefor Philosophy, bls. 74-105).
42 Michael Frede, Essays in Ancient Philosophy, Minneapolis: LTniversity? of Minnesota
Press, 1987, bls. ix-xxvii; Kenny, „The Philosopher’s History and the History of
Philosophy", gerir skoðun hans að sinni eins og ráða má af innganginum að nýrri
fjögurra binda heimspekisögu hans, A New Histoty of Westem Philosophy (2004-
2007).
2IO