Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 213
SAGA OG SAMTIÐ HEIMSPEKINNAR
miðið er að skilja þær. Það má nálgast heimspekilega skoðun Aristótelesar
á sama hátt og nálgast má athafnir Alexanders mikla, með því að spyrja um
ástæður. Rannsóknin stefnir að heimspekilegum sannleika; túlkun og út-
skýring á Siðfræði Níkomakkosar getur stefnt að sannleika um viðfangs-
efni verksins. Þær leita gefinna eða hulinna ástæðna, réttlætinga og raka
fyrir þeim viðhorfum sem finna má í verkinu. En þessar heimspekilegu
ástæður verða sjaldnast afhjúpaðar án (misjafnlega ítarlegrjar) vitneskju
um umhverfið, ekki frekar en athafiúr Alexanders verða skiljanlegar nema
með sams konar vitneskju. Næmið fyrir umhverfinu gerir okkur kleift að
skilja viðhorf hðinna heimspekinga; án þess erum við föst í eigin hugar-
heimi og Aristóteles hefur lítið til málanna að leggja annað en að staðfesta
skoðanir okkar en vera hafnað ella. Ef verk hðinna heimspekinga eru ekki
rannsökuð á þennan hátt er hætt við að skoðanir þeirra verði annaðhvort
einvörðungu óskiljanlegt brjálæði eða sniðnar að okkar heimi. Ymsir hafa
lagt jafnmikla og meiri áherslu á rulltma sem duldar forsendur spila á
hverjum tíma, forsendur (smáar sem stórar, jafhvel heimsmyndir) sem
birtast ekki átakalaust í rökfærslunum.43 Mikilvægi þeirra gerir næmi fyrir
umhverfinu nauðsynlegt skilyrði ratmverulega frjórra samræðna við hðna
heimspekinga því án þessa næmis verður maður lítils vísari; maður öðlast
hvorki skilning á viðfangsefhinu né eigin huldu forsendum.44
Þessi skilningur á heimspekisögu hafhar því alls ekki að hægt sé að
ræða við hðna heimspekinga í rými skynseminnar, heldur sýnir hann for-
sendur þess að slíkt skdli raunverulegum ávinningi. Það er misskálningur
að hann lýsi yfir vantraustá á mátt skynseminnar og vísi tál kennivalds
hðinna heimspekinga. En misskilningurinn er algengur og á sér sögulegar
rætur í uppreisn sextándu aldar sem tefldi frarn ljósi náttúrurmar gegn
kennivaldi, ekki síst kennivaldi sem kennt var við Aristóteles og skóla-
spekána. Þá fer tortryggni gagnvart mikilvægi heimspekásögunnar fyrst að
gæta.45 En athugum einnig hvernig heimspekingar sem hafha heimspeká-
43 Sjá umfjöllun Catherine Wilson, „Is History Good for Philosophý', í Sorelf og
Rogers, Analytic Philosophy and the History ofPhilosophy, bls. 61-82, hér bls. 72-74.
Eftir að Thomas Kuhn gaf út verk sitt The Structure ofScientific Revolutions (1962)
hefur áherslan verið (ófyrirsynju finnst mér) á ósammælanleika ólíkra skoðana-
kerfa í sögunni.
44 Sjá dæmi Hatfields, „The History of Philosophy as Philosophý', bls. 115-18, af
Descartes og Brentano.
43 Sjá yfirht Garretts, „Philosophy and History in the History of Modem Philo-
sophy“, bls. 46—51.
2 11