Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Síða 214
SVAVAR HRAFN SVAVARSSON
legu mikilvægi heimspekisögu ástunda heimspeki sína: hvort ljós nátt-
úrunnar skíni svo skært að engin þörf sé á samræðu við hðna heimspek-
inga. Ekki þarf að leita lengi efrir tusunum í kennivald og samræðum tdð
liðna heimspekinga sem myndu hafna mikilvægi sögulegrar umhverfis-
hyggju. Munurinn er aðeins sá að þeir eru ekki endilega löngu hðnir,
heldur nýliðnir, og ka.nns.ki rúmlega það.46 Er útskýring á Wittgenstein að
einhverju leyti söguleg útskýring? Hvað gerir MiU að viðfangsefni heim-
spekisögu en ekki Wittgenstein? A ekki að fella hann irm í mengi heim-
spekisögunnar og ættum við að bíða í nokkra áratugi? Munurinn felst í
fjarlægðinni en heimspekisagan þjónar einmitt því hlutverki að jdininna
fjarlægðina með skiljanleika.
Kannski skilst nú betm' hvað átt er við þegar sagt er að mnhverfis-
hyggja hneigi sig bæði fyrir vísindahyggju og þráttarhyggju en leggi jafn-
framt áherslu á næmið fyrir sögulegu umhverfi. Lendur hennar eru víðari
en vísindahyggjunnar. Næmi fyrir sögulegu umhverfi gerir henni kleift að
fjölga þátttakendum og sjónarhornum í heimspekilegri samræðu sam-
tímans og auka skilning á þeim forsendum heimspekilegra hugsana sem
við höfum erft. Hún keppist efrir skilningi, og vih með honmn afhjúpa
skyldleika heimspekilegra ástæðna og kemur þannig til móts \úð þráttar-
hyggjuna. En hún gengur öðruvísi til verka en þráttarhyggjan í rannsókn
á viðfangsefhi heimspekisögunnar því hún vantreystir minninu. Sann-
leikur minnisins „velur, útilokar, bre\uir, ýkir, minnkar, upphefur og rægir
líka; en á endanum skapar það sinn eigin veruleika, sundmrleita en yfirleitt
heildstæða útgáfu af atburðum.“47 Mikilvægi þessa framlags er réttlæting
umhverfishyggju um heimspekisögu.
Til útskýringar á þessu mikilvægi sneri Bernard Wilhams út úr Nietz-
sche og heimfærði á heimspekisöguna það sem Nietzsche sagði urn fagið
sitt, klassísk fræði (sem krefst enn frekar útskýringar en heimspekisaga):
46 Cottingham var lengi ritstjóri heimspekitímarits og full)Tðir að tilvísanir til
kennivalds (og samræður við helstu áhrifavalda síðustu áratuga) séu ekki minni nú
en áður: „I am constantly struck by the number of submitted articles that to all
intents and purposes begin and end with ‘Thus spake the master’. Except that the
‘master’ referred to is not Aristotle, but Quine, or Davidson, or Wittgenstein
„Why Should Analytic Philosophers Do History of Philosophy?“, bls. 26. Það
sama má segja um meginlandsheimspekinga.
47 Salman Rushdie, Miðnæturböm [Midnight's Children (1981)], Reykjavík: Mál og
menning, 2003, bls. 208, leggur þessi orð í munn Saleems Sinai, sem \dll segja
sögu Indlands.
212