Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Qupperneq 216
SVAVAR HRAFN SVAVARSSON
ard Williams lék stórt hlutverk í endurreisn fomgrískrar siðfræði sem hófst
með árás Elísabetar Anscombe á siðfræði samtímans, sem óskiljanlegar og
ónothæfar leifar óhkra siðferðis- og trúarhefða.52 Williams stríllti vandanum
upp sem ósamrýmanleika einstaklingsbundinna hugmjmda um Hfrfyllingu
eða persónulegra væntinga og kröfunnar um ópersónulegt siðferði. Lausn-
ar var leitað innan aristóteHskrar siðfræði. Afleiðingamar vom sláandi:
Siðfræði Níkomakkosar er víðlesið í samtímasiðfræði. Hér hafði tekist að
gera hið framandi kunnuglegt og hið kunnuglega einkennilegt fyrir tilstilli
heimspekisögunnar sem annars vegar grófst fyrir um uppsprettur sam-
tímasiðfræði og leitaði hins vegar til fomaldar.53 Annað dæmi um „ótíma-
bær“ áhrif, sem ekki hefur farið eins hátt, er efahyggja fornaldar, bæði
áhrif hennar á nýöld og ekki síður geta hennar til að dýpka og breikka
skilning okkar á skilyrðum þekkingar og tengslum hennar við daglegt
Hf.54
Fomaldarheimspekin er og hefur verið gjöfult tdðfangsefrú vandamála-
sögu innan rýmis skynseminnar. Þess vegna hefur hún farið að verðskulda
sögulega umhverfisnálgun því ffamandleiki fomaldarheimspeki er oft
slíkur að rök fyrir skoðun heimspekings hrökkva ekki til að skýra skoð-
unina og þá þarf að leita í aðra sögu og skoða umhverfið annaðhvort til að
skýra skoðunina eða breyta viðteknum skilningi á henni. Frægt er dæmi
túlka þau sem heimspekiverk í ljósi umhverfisins, meta gildi þeirra sem heim-
spekiverka og áhrifavald, nota þau sjálfum sér sem heimspekingi til framdráttar;
sbr. Garber, „What’s Philosophical about the History of Philosophy?“, bls. 138-
46.
52 Bemard Williams, Ethics and the Limits of Philosophy, Cambridge, Mass.: Hartrard
University Press, 1985; G.E.M. Anscombe, „Siðffæði nútímans" [,JSAodem Moral
Philosophý1 (1958)], í Einar Logi Vignisson og Ólafur Páll Jónsson (ritstj.),
Heimspeki á tuttugustu öld: Safr merkra ritgerða úr heimspeki aldarinnar, Reykjavík:
Mál ogmenning, 1994, bls. 183-203.
53 Það má spyrja hvort gildi fomaldarsiðffæði velti á þrí hvort við viljum (eða get-
um) aflært alls kyns greinarmun sem hefðin hefur kennt okkur, ekki síst grein-
armun ópersónulegs siðferðis og eigin farsældar.
54 Sjá Annas, ,Ancient Philosophy and the Twenty-First Century", bls. 38. Fram-
reiðsla Peters Klein, „Skepticism“, í P.K. Moser (ritstj.), The Oxford Handbook of
Episte?nology, Oxford: Oxford University Press, 2002, bls. 336-61, á efahyggju
samtímans er til dæmis undir greinilegum áhrifum ffá rannsóknum á efahyggju
fornaldar. Tengsl heimspeki og daglegs lífs em eitt ríðfangsefna Pierres Hadot,
sem hefur haft mikil áhrif á hugmvndir manna tun hvers heimspeki sé megnug; sjá
einkum Qu’est-ce que la philosophie antique?, París: Gallimard, 1995. Ensk þýðing:
Wljat Is Ancient Philosophy?, Cambridge, Mass.: Belknap Press, 2002.
2I4