Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Side 220
ERLA HULDA HALLDÓRSDÓTTIR
Hugmyndum um viðeigandi rými eða stað í samfélaginu er í senn viðhaldið
og andæft, meðvitað og ómeðvitað. Þannig er samfélagið og rými þess í
stöðugri mótun og endurmótun.
Samkvæmt ríkjandi hugmyndafræði mtjándu aldar var konum fyrst og
fremst ætlaður staður innan svmkallaðs einkasviðs samfélagsins en at-
hafnarými karla rilheytrði almannasvdðinu. Þetta er einföld skýring á flóknu
hugtaki því mörk einkasviðs og almannasváðs eru í raun teygjanleg, óljós
og gljúp. Þannig gátu konur teygt sig lengra út fyrir vébönd heimilis en
hugmyndafræði og reglur samfélagsins gerðu ráð fyrir. Þess eru hins vegar
fá dæmi að karlar hafi gegnt hefðbundnum kvennastörfúm þótt það sé
ekki óþekkt.2 3 Ekki má heldur horfa fram hjá mismunandi formgerð og
menningu samfélaga. Hugmyndir um hvað tilheyrði einkasviði og hvað
almannasviði gátu þvri verið ólíkar. Auk þess eru innan hvors sviðs mn sig
rými sem ganga þvert á skilgreiningar. Þannig hafa fræðimenn bent á rými
innan almannasviðsins sem skilgreina mætti sem nokkurs konar einka-
rými, svo sem hvers kyns karlaklúbba og jafnvel vændishús þar sem fram
fara athafnir sem ekki eru sýnilegar eða opnar öllum. Þá er aukinn áhugi á
því að endurskilgreina kenningar og hugmyndir um heinnlið sem einka-
svið og rými kvenna og skoða hlutdeild karla innan þess.-'
Eins og fleiri hugsandi stúlkur og konur varð Bríet Bjarnhéðinsdótrir
snemma meðvituð um að kynferðið setti henni þröngar skorður. Frá unga
aldri þráði hún fátt meira en menntun og henni sveið það óréttlæri
að bræður hennar fengu rýmri tíma til bóklesturs og lærdóms en hún.
Vinnustúlkur kvörmðu um lægri laun og lengri Hnnutíma en Hnnumenn
og atvinnumöguleikar kvenna voru afar takmarkaðir, eða eins og Bríet
orðaði það sjálf: „en fyrir stúlkumar var ekkert nám fáanlegt né atvinna,
nema óbreytt heimilisstörf, og svo gifring, eða vinnumennska ævilangt.“
Upp úr þessum veruleika kynjamismunar skrifaði hún 16 ára (1872 eða
2 Hér má helst nefha karla í Ijósmóðurstörfom en þeir eru rannsóknareíhi Erlu
Dóris Halldórsdóttur doktorsnema í sagnffæði við Háskóla íslandi.
3 Sjá t.d. Leonore Davidoff, „Regarding Some ‘Old Husbands’ Tales’: Pubhc and
Private in Feminist History", Wbrlds Between. Historical PeTSpectives on Gender and
Class, Cambridge: Pohty Press, 2004 [1995], bls. 227-276; Leonore Davidoff,
„Gender and the ‘Great Divide’. Public and Private in British Gender Histoty",
Joumal ofJVomen’s Histoiy 15:1, (2003), bls. 11-27; Sonya Andermahr, TerryLov-
ell og Carol Wolkowitz, A Glossaiy of Femijiist Tbeojy, London: Arnold, 2002
[2000], bls. 218-220.