Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 221
,JEG JÁTA AÐ JEG ER OPT ÓÞÆGILEG"
þar um bil) drög að þeirri ritgerð sem birtist í Fjallkonunni um menntun
og réttindi kvenna árið 1885.4
Það að Bríet skyldi finna hjá sér þörf til þess að koma hugsun sinni í
orð og draga í efa réttlæti ríkjandi gilda er óvenjulegt því ekki var hefð
fyrir því að konur hér á landi skrifuðu bækur, greinar eða ritlinga þar sem
þær deildu á skipan samfélagsins. Hún hafði því enga kvenlega fyrirmynd.
Aftur á móti var talsvert skrifað í blöð um menntun kvenna þegar um og
upp úr 1870 þar sem bæði nafngreindir höfundar og nafhlausir létu gamm-
inn geisa um hvaða menntun og störf hæfðu konum best. Kvennaskólinn í
Reykjavíkvar stofhaður 1874, Eyfirðingar og Skagfirðingar komu kvenna-
skólum á fót árið 1877 og sýslungar Bríetar stofnuðu sinn skóla 1879.
Skagfirskar konur stóðu fyrir kvennafundi árið 1869 þar sem þær ræddu
framfaramál og skrifuðu um þau í Norðanfara. Tveimur árum síðar stofn-
uðu þær fyrsta kvenfélagið sem sögur fara af og húnvetnskar konur fylgdu
í kjölfarið 1874. Málefni kvenna voru því til umræðu bæði á opinberum
vettvangi en einnig á heimilum og þar sem fólk kom saman. I þessari um-
ræðu hefur fólk tekist á um mörk einkasviðs og almatmasviðs því að óhjá-
kvæmilegt var að aukin menntun kvenna og réttindi leiddu til breytinga á
samfélagsgerðinni og að konur ýmist tækju meiri þátt í því sem taldist
utan hefðbundins verksviðs kvenna eða að hin óljósu mörk færðust til
þannig að svigrúm gæfist til endurmats og nýrra skilgreininga á störfum
eða athöfhum sem áður tdlheyrðu körlum.
I þessari grein beini ég sjónum að kvennaskólum sem rými á mörkum
einkasviðs og almannasviðs þar sem konur urðu mögulega, meðvitað og
ómeðvitað, fyrir áhrifum nýrra stefha og strauma kvenfrelsis fyrir daga
skipulagðrar innlendrar kvennahreyfingar.
Rými andófs og hugmynda
Kvennaskólarnir íslensku voru sambland hefðbundinna hugmynda um
samfélagslegt hlutverk kvenna og nýrra hugmynda um ff elsi og möguleika
tdl menntunar og starfa. Markmið skólanna var fyrst og ffemst að gera
konur hæfari tdl þess að gegna hefðbundnu hlutverki móður og húsmóður
4 Bríet Bjamhéðmsdóttir, „Bríet Bjamhéðinsdóttir", Æviminningabók menningar- og
minningarsjóós kvenna I, Reykjavík: Menningar- og minningarsjóður kverma, 1955,
bls. 9-16, hér bls. 9-10; Æsa [Bríet Bjamhéðmsdóttir], „Nokkur orð um menntun og
rjettindi kvenna", Fjallkonan 5. júní 1885, bls. 42-43, og 22. júní 1885, bls. 45-47.
219